Vilji - 01.12.1927, Side 16

Vilji - 01.12.1927, Side 16
46 VILJ I Málæði æskunnar.1) Fyrir skömmu rjeðust nokkrir ungir og áhugasamir menn í það, að gefa út mánaðarrit; heitir ritið ,,Vilji“ og er helgað æskunni, en ritstjóri þess er Sigurður Hall- dórsson. Það er ekki nema gleðilegt og stór vísir til þjóð- þrifa, þá er æskan finnur hjá sjer þrótt og treystir sjer til stórræða, en hitt er verra, þegar hún stígur út fyrir takmörk þekkingar sinnar og dregur að hún hverja dulu, sem til er, og kollsiglir sig síðan, þegar út í ólgusjó lífs- ins kemur; er þá ver farið en heima setið. J>að er sagt um unga hana, að þeir fyllist ofmetnaði og ætli sjer verk um of, þá er þeir fyrst byrja að stíga í vænginn. Mjer virðist ritstj. ,,Viljans“ hafa farið líkt í þeim tveim greinum, sem hann hefir birt þar, síðan ritið hóf göngu sína. Því að með þeim hygg jeg, að hann hafi vakið upp þann draug, er honum muni reynast torveldur viðureignar, ef hlutaðeigendur fylgdu málinu fast fram. Fyrri grein ristj. læt jeg afskiftalausa, og ]>að sökum þess, að hún kemur mjer ekki við, en hin síðari álít jeg, að standi mjer nokkru nær, og mun jeg því taka það til athugunar, er mjer virðist athugaverðast við hana, í sem allra fæstum orðum. Athugasemd mín varðar þann hluta greinar ritstj., ]>ar sem hann „fettir fingur“ út í reglur Mentaskólans. Kennir þar margra grasa og sumra ekki sem fallegastra. Mest þykir mjer bera þar á van]>ekkingu ritstj. og of- drambi hans. Hygst hann að sýna fram á fánýti reglna skólans, en verður fótaskortur í fáfræði sinni. Hann rugl- ar ekki aðeins saman reglugerð Mentaskólans og reglum fyrir nemendur skólans, heldur veður hann dýpra í vit- leysunni með ]>ví að halda að til sjeu margar gildandi a) Grein þessi kom út í Skólablaðinu ]). 10. des., en eftir áskorun nokkurra skólapilta kemur hún einnig út hjer.

x

Vilji

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.