Vilji - 01.12.1927, Blaðsíða 18
48
VILJI
að hann vill framfylgja lögum ]>eirrar stofnunar, sem
hann er settur yfir?
Ritháttur S. H. virðist nokkuð fífldjarfur, þar sem
hann tekur til athugunar 11. gr. skólareglnanna. Segir
hann þar, að nemendur skólans hafi „margir hverjir“
orð á sjer fyrir drykkjuskap. Enda þótt jeg sje sann-
færður um, að almenningur tekur ekki málæði ,,Vilja“
sem algildan mælikvarða, þá þykir mjer samt ilt, að við
nemendur Mentaskólans liggjum undir þessu ámæli, og
geri jeg því S. H. tvo kosti: að hann annaðhvort aftur-
kalli þessi ummæli sín opinberlega í riti sínu, eða þá,
að hann sanni það með gildum rökum, að „margir hverj-
ir“ af nemendum Mentaskólans sjeu drykkjumenn.
Jafnframt vil jeg minna S. H. á það, að hafa gát á
penna sínum í framtíðinni, ])ví að hættulegt er fyrir ]>á
að lenda í grjótkasti, sem í glerhúsi búa.
Óskar Þórðarson.
r
Svar til Oskars Þórðarsonar.
Umsorgun jeg enga ber,
óðar grugg nær drýpur,
]>ó hrjóti bein úr hendi mjer,
hver ]>að ralckinn grípur.
(Bólu-Hjálmar).
Ó. Þ. byrjar á því í grein sinni „Málæði æskunnar",
að tala um, að ekki sje gott, þegar æskan stígur út
fyrir takmörk þekkingar sinnar, og kollsiglir sig þegar
út á ólgusjó lífsins kemur. Orðum þessum er eftir því,
sem best má skilja beint að mjer, fyrir tvær greinar
mínar, er jeg hefi látið frá mjer fara í „Vilja“. Mjer
er eigi kunnugt um það, að jeg hafi fengið aðra opin-
bera árás fyrir þessar greinar mínar, heldur en grein
Ó. Þ. „Málæði æskunnar“, svo mjer finst eigi mögu-