Vilji - 01.12.1927, Qupperneq 21

Vilji - 01.12.1927, Qupperneq 21
VI L J I 51 þá er ekki að undra þó að nem. vilji hafa þær lýtalaust úr garði gerðar, og að allar breytingar og athugasemdir viðvíkjandi reglunum sjeu á pappírinn settar; þá fyrst er ]>að skylda nem. að breyta eftir ]>eim, en fyrr ekki. I>ar sem Ó. Þ. er að brigsla mjer um að jeg riti íslenska tungu mjög gallaða, skal jeg aðeins geta þess að jeg mun hvorki nú nje framvegis leita ráða lians í þeim efnum. Eins hefi jeg ekki ætlað mjer að láta hann leggja fyrir mig verkefni, sem jeg tek mjer að rita um, og allra síst þar sem að athugasemd hans viðvíkjandi því er sprottin af fljótfærni og heimsku. Jeg tók það hvergi fram í grein minni ,,Ávarp“ hvenær eða hversu langt yrði þar til jeg ritaði greinina „gildi námsins“, og þar er jeg hygg mjer óhætt að halda því fram að jeg muni eigi eiga eftir að vera 18 ára alt mitt líf, ef dauðinn sækir mig ekki svo snögglega, þá hygg jeg rjett að sú athugasemd Ó. Þ. geti eigi verið sprottin af öðru en undanfarandi skýringum. Jeg bið Ó. Þ. hiklaust um að sanna það, að jeg hafi auðmýkt mig fyrir þeim mönnum, sem jeg hefi ritað um í ,,Vilja“. Það er rjett hjá Ó. Þ., að jeg álít að lög sjeu til þess, að þeim sje framfylgt, á meðan þau eru ekki úrelt orðin*). En það mun jeg geta sagt Ó. Þ., að jeg álít lög ekki til þess gjörð, að yfirvöldin noti þau sem þrælkun og drep, eða að þau megi að nokkru leyti beita valdi sínu í anda íhaldsþræla. Ó. Þ. segist vera „sannfærður um, að almenningur tekur ekki málæði ,,Vilja“ sem algildan mælikvarða“, ]>ar sem jeg mintist á að „margir hverjir“ nem. Menta- skólans hafi orð á sjer fyrir drykkjuskap. Þarna vh'ðist sem sk.ilningur Ó. Þ. bresti, þar sem jeg tala um að þeir hafi orð á sjer fyrir drykkjuskap, þá hlýtur hann að sjá, að jeg hefi miðað undanfarandi orð mín eftir orð- rómi almennings. Jeg er þess fullviss, að Ó. Þ. hefir *) Sbr. 1. gr. reglnanna.

x

Vilji

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.