Vilji - 01.12.1927, Page 22

Vilji - 01.12.1927, Page 22
52 V I L J I oftar en einu sinni heyrt menn tala um drykkjuskap Mentaskólanemenda, að vísu hefir hann mjög verið ýktur, eins og alt annað, sem almenningur lætur frá sjer fara. — Ef að Ó. Þ. ætlar að halda því fram, að það sje ekki rjett, sem jeg tek fram í þeim efnum, þá er ekki aðeins almenningi það ljóst, heldur og einnig honum sjálfum, að hann stendur þar uppi, sem boðberi eða varnarmaður lyginnar. — Að sanna slíkan orðróm sem þenna verður eigi gert á annan hátt en þann, að nefna þá nem. skólans með nafni, sem drykkfeldir eru taldir vera, og sanna það svo upp á hvern einn af þeim fyrir sig. En slíkur ódrengur gagnvart fjelögum mínum er jeg ekki. Siguröur Halldórsson. Æskan er óðum að rísa úr rekkju. Fjelag ungra jafnaðarmanna, sem nýlega hefir stofnað verið hjer í bænum, hefir tekið sjer fyrir hendur að gefa út fylgiblað með „Alþýðubl.“; er það ritað af fjöri miklu, en engri hálfvelgju. Er ánægjulegt til þess að vita hversu æskan er mjög farin að láta til sín heyra, á flestum sviðum. — Þarna hafa ungir jafnaðarmenn sýnt mestu framfarirnar og þorið allra stjórnmálaflokkanna. Nú ættu hinir að rísa úr leginu, og berjast öruggir fyrir sínum málstað, og vita þannig, hverjum best veitir. S. H. Sannleikurinn. Hvað er sannleikur? Ef jeg gæti svarað því, yrði jeg frægur maður á samri stund. Því hefir enginn svar- að, og enginn getur svarað því. Pílatus varpaði þessari spurningu fram í vandræðum sínum, en hann hefir ekki fengið svar við henni ennþá. Vitringar og spekingar hafa brotið heilann um þetta efni, hugsað um það sýknt

x

Vilji

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.