Vilji - 01.12.1927, Qupperneq 25
V 1 L J I
55
kastar af sjer reifunum. Ef einhver kynslóð fyllist þeim
sannleikshroka, að hún þykist ein alt vita, þá er það
talandi tákn þess, að hún veit fátt eða ekkert.
Þá kem jeg að því atriði í sambandi við sannleik-
ann, sem er þyngst á metunum, en það er sannleiksást
og sannsögli. Það hvorttveggja er náskylt hreinskilni og
bersögli. Alt það, sem er andstætt því, er af lyginnar
rótum og fylgifiska hennar, óhreinskilni og hræsni.
Sannleiksást er hverjum manni nauðsynleg, sem
halda vill sál sinni hreinni og vera trúr því, sem best
er í honum. Sjerhver maður finnur, að sannleikurinn
hækkar hann að sama skapi og lygin lækkar hann.
Hann eykur manngildi hans, styrkir siðferðisþrek hans,
hann vex yfirleitt af sannleikanum. En það er þá skylda
manns að segja altaf satt? Slík spurning sem þessi,
reynir mjög á máttarstoðir slíks moldarbarns, sem
jeg er.
En jeg segi: maður á að segja sannleikann eins oft,
og unt er. Jeg segi það þó alls ekki af því, að jeg sje
nein fyrirmynd í því efni, heldur aðeins af því, að jeg
veit, að það er rjett og gott. Það er oft freistandi að
grípa til lyginnar, og getur jafnvel orðið ,,nauðsynlegt“.
En nauðsyn lvginnar er vegna ófullkomleika mann-
anna. Því ófullkomnara sem umhverfið er, sem mað-
ur lifir og hrærist í, því oftar verður maður að ljúga.
Lygin er ófullkomin og þessvegna dafnar hún best, þar
sem hún er í samræmi við umhverfið. En auðvitað er
sannleikans mest þörf þar sem lyginni er hossað hæst,
én trúboðar sannleikans verða sjaldan hökufeitir í ríki
hennar, og því þykir mörgum ófýsilegt að leita þangað.
Sannleikurinn gerir menn óvinsæla og sviftir þá allri
von um jarðnesk gæði. Gamall málsháttur segir: gaktu
fyrir hvers manns dyr og segðu aldrei nema satt, og
muntu þá hverjum manni hvumleiður verða. Það hefir
verið veraldarvanur náungi, sem gerði þenna málshátt.
Jeg freistast til að telja hann algildan sannleika. Menn
þola ekki að heyra sannleikann. Þeir fá aðsvif. Sann-