Saga - 1978, Blaðsíða 9
STJÓRNARMYNDUN OG DEILUR
7
Stjómmálahorfur eftir lausnarbeiöni Björns Jónssonar
Þegar dró að því, að alþingi kæmi saman 1911, voru ýmis
teikn á lofti, sem bentu til þess, að ráðherrann væri orð-
inn valtur í sessi og áhorfsmál væri, hvort hann kæmist
heill á húfi frá viðskiptum sínum við þingið. Bjöm Jóns-
son ritstjóri Isafoldar hafði þá verið ráðherra hátt á annað
ár og ekki átt sjö dagana sæla í því embætti. Heimastjórn-
armenn, sem voru í stjómarandstöðu, höfðu frá upphafi
sótt hart að honum, einkum vegna aðgerða hans í lands-
bankamálinu, en einnig hafði ýmsum flokksmanna hans
mislíkað stórum framkoma hans í sambandsmálinu. Þeg-
ar fast var komið að þinghaldi, tóku óánægðir flokks-
menn ráðherrans, sem búsettir voru í Reykjavík, að bera
saman ráð sín um það, hvernig haganlegast væri að fá
Björn Jónsson til þess að láta af embætti. Hinn 13. febrúar,
tveim dögum fyrir þingsetningu, kom þingflokkur sjálf-
stæðismanna saman og var þar rætt um afstöðu þing-
Stjórnarráð íslands 1904—1964 I., bls. 131—142. Hér í þessari
grein er að auki aðallega stuðzt við eftirfarandi heimildir:
a) Þorleifur H. Bjarnason: Ráðherradagar Björns Jónssonar.
Tímarit Máls og menningar 1975, 36. árg., bls. 193—220 og 314—
356. Sami: Ráðherravalið 1911. Tímarit Máls og menningar 1977,
38. árg., bls. 310—325. — Hér eftir merkt TMM 1975 og TMM
1977.
b) Skjöl í Skjalasafni Alþingis. Sjá Dagbók neðri deildar Alþing-
is 1905—1913. — Hér eftir merkt SA Nd. 351—’ll.
c) Skjöl í Ríkisskjalasafni Danmerkur undir safnmerkinu Kabi-
netssekretariatet, 4.A.6. Hér eru skeyti þau, flest í eftirriti, sem
varða stjórnarmyndunina, tvö bréf frá Jóni Sveinbjörnssyni til
A.M.N. Kriegers, dagsett 1.1 og 19.5 1911, lýsing hans á stjórn-
málaástandinu á alþingi, dagsett 17.2 1911, og er hún byggð á
skeyti til Berlingske Tidende, þýðing með rithönd Jóns á grein
úr Lögréttu 15. marz 1911, Ráðherraskifti. Flokksafstaðan á þing-
inu. Þá eru þar þrjú dulmálsskeyti til Jóns Sveinbjörnssonar,
dagsett 25.2, 10.3 og 11.3 og bréf frá Bimi Jónssyni til konungs
30. janúar 1911. — Hér eftir merkt KS 4.A.6.