Saga - 1978, Blaðsíða 175
VÖXTUR OG MYNDUN ÞÉTTBÝLIS Á ÍSLANDI 169
mðið öllu um vöxt þeirra. Hin hlið málsins er sú, hvort
aÖstæður i sveitunum hvöttu fólk til að flytjast þaðan á
brott eða hvort dreifbýlið hafði líka sitt „aðdráttarafl“ til
mótvægis við mölina.
Hér eru AmeríkuferSirnar fróðlegar til samanburðar.23
Aðalskeið þeirra stóð, með smáhléum, 1873-1893, og var
fjölgun þjóðarinnar óveruleg á því árabili, bein fækkun í
dreifbýli, en þéttbýlið þess ekki umkomið að taka við nema
litlum hluta af viðkomu þjóðarinnar. Síðan tók fyrir
Ameríkuferðir að kalla um nokkurra ára bil vegna kreppu
og atvinnu.leysis vestra, og hefur það ýtt undir vöxt ís-
lenzkra bæja á þeim árum. Þegar úr rættist í Ameríku,
hófust vesturfarir á ný og voru allstórfelldar árin 1900-
1905, samfara örum vexti innlends þéttbýlis. Ekki hafa
íslenzkar sveitir haldið fast í sitt fólk á þeim árum. En
nú verður breyting á. Ameríkuferðir hjaðna niður, nema
helzt úr þéttbýli, og það gerist greinilega, áður en nýtt
atvinnuleysisskeið hefst í Ameríku haustið 1907. Islenzku
bæirnir vaxa raunar ört þar til 1908, og þá er það e.t.v.
kreppan, sem dregur úr þeim vaxtarmátt í bili, en síðan
ná þeir ekki fyrri vaxtarhraða, þrátt fyrir stórfenglega
eflingu fiskveiðanna. Þá er vert að aðgæta, hvort land-
búnaðurinn hafi einnig eflzt og standi því fastar á móti
fólksflutningunum.
Og víst efldist hann. Um aldamótin var hann í tilfimi-
anlegri kreppu vegna erfiðleika við sölu á fram-
leiðsluvörum, einkum frá 1897, þegar Bretar höfðu reist
skorður við innflutningi fjár á fæti. Þá var ekki talið álit-
legur atvinnuvegur að hefja búskap,24 og bændur áttu yf-
lrleitt fullt í fangi með að verjast skuldum, þótt varlega
V0eri farið í allar framkvæmdir. Rjómabúin, sem stofnuð
“R Helgi Skúli Kjartansson: tilv. rit, 4-5 kafli.
Sbr. t.d. unxmæli Hallgríms Kristinssonar 1902, tilfærð hjá Páli
H. Jónssyni: l'Jr Djúpadal að Arnarhóli. Sagan um Hallgrím
Kristinsson, Ak. 1976, bls. 55.