Saga - 1978, Blaðsíða 137
MILLIÞINGANEFNDIN í FÁTÆKRAMÁLUM 181
sveitarstjórna, fjölskyldur þeirra mátti leysa upp og setja
niður, auk þess sem flytja mátti þá nauðungarflutningum
a framfærslusveit sína, svo dæmi séu tekin. Við þetta
bættist, að þeir urðu í einu og öllu að lúta vilja sveitar-
stjórna og fara í hverja þá viðunandi vist, sem sveitar-
stjórn ákvað.
Hér skal ekki farið öllu nánar út í lagalega stöðu þurfa-
nianna. Þess í stað verður reynt að fjalla nokkuð um fé-
lagslega stöðu þeirra að svo miklu leyti, sem slíkt er unnt.
I þessu sambandi koma einkum tvö atriði til álita: a)
bvaða stéttum (atvinnustéttum) manna var hættast við að
Þurfa að leita á náðir sveitarstjórna með framfæri sitt og
b) hver voru viðhorf þjóðfélagsins til þeirra, sem sveitar-
styrk þáðu. Hér verður einkum fjallað um síðara atriðið,
Þar sem hið fyrra hefur lítt verið rannsakað. Höfundur
bessarar ritgerðar hefur þó lítillega kannað atvinnustétt-
arlegan uppruna þurfamanna í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Samkvæmt lauslegum niðurstöðum þeirrar könnunar virð-
ast þeir, sem einkum áttu á hættu að lenda á sveitinni,
hafa verið efnalitlir bændur, þurrabúðarmenn og lausa-
nienn auk munaðarlausra barna. Þessi niðurstaða hlýtur að
skýrast með hliðsjón af vinnustéttalöggjöf landsins. Sam-
kvæmt henni þurftu menn að kaupa sér réttindi til lausa-
^ennsku, eiga tiltekna fjárupphæð (400 kr.) og upp-
tylla ákveðin skilyrði önnur til þess að fá leyfi til að setjast
1 burrabúð. Með þessu var stefnt að því að þeir, sem hugð-
Ust hafa ofan af fyrir sér á annan hátt en með vinnu-
lnennsku, hefðu ákveðin efni, þannig að minni hætta væri
a bví, að þeir misstu fótfestu og yrðu til sveitarþyngsla.
Þrátt fyrir ákvæði af þessu tagi voru þeir, sem til þessara
atvinnustétta töldust, iðulega svo efnalitlir, að tiltölulega
ítið þurfti út af að bera til að þeir lentu á vonarvöl. Efna-
^thr bændur áttu það einkum á hættu, að barnaómegð og
, árferði kippti grundvellinum undan búskap þeirra. Þeir
satu oft afrakstrarlitlar jarðir og höfðu eigi ráð á að vinna
a þeim umfangsmiklar jarðabætur. Auk þess hamlaði sú