Saga - 1978, Blaðsíða 265
RITFREGNIR 259
vísbendingu um hvort stéttarlegur uppruni kvenna hafði einhver
áhrif á afstöðu þeirra til kvenréttindamála á þessum tíma.
1 þriðja kafla bókarinnar „Lokatakmörkum náð“ (bls. 91—130)
rekur Gísli Jónsson síðasta þáttinn í baráttunni fyrir stjórnmála-
jafnrétti kynjanna. Árið 1915 staðfesti konungur nýja stjórnarskrá,
sem veitti konum kosningarétt og kjörgengi til alþingis að tilskild-
um 40 ára lágmarksaldri, er á næstu 15 árum skyldi lækka um eitt
ár á ári og almennur kosningaréttur að þeim tíma liðnum því mið-
ast við 25 ár. Aldurslágmark þetta var þó afnumið með stjórnar-
skránni 1920, þó ekki væri konum tryggt fullkomið jafnrétti við
karla um kosningarétt og kjörgengi til „opinberra sýslna“ fyrr en
árið 1926 með lögum um bæjar- og sveitarstjórnir.
Hinni pólitísku hlið baráttunnar fyrir stjórnmálajafnrétti kynj-
anna er allvel lýst í bók Gísla Jónssonar. Bókin er skrifuð á lipru
°g læsilegu máli, en heimildir höfundar eru einkum Alþingistíðindi
svo og þau blöð, er út komu á þessu tímabili. Beitir Gísli þeirri að-
ferð óspart að láta heimildimar sem víðast tala sínu máli og tek-
ur víða upp orðrétta kafla úr þingræðum og blaðagreinum, án þess
bó að færa heimildir neðanmáls. Raunar fylgir bókinni engin heim-
ildaskrá. 1 formála farast höfundi svo orð: „Bók þessi er ekki sniðin
sem vísindarit. Hún er einkum safn staðreynda, sem reynt er að
setja fram í sæmilega læsilegu söguformi. Hvernig það hefur til
tekist er annarra að dæma. Mér sjálfum finnst bókin helst í ætt við
einhvers konar blaðamennsku." (bls. 6). Tæpast nægir sá varnagli,
Sem hér er sleginn, sem afsökun fyrir að láta undir höfuð leggjast
að tilgreina heimildir sínar. Er þetta ekki síst bagalegt fyrir hinn
alnienna lesanda, sem gjarnan hefði hug á því að kynna sér málin
uánar.
Það er miður, að hpfundur leitar engra skýringa á því, hvers
Vegna þróttmiklar hreyfingar risu upp til baráttu fyrir stjómmála-
réttindum konum til handa víðs vegar um heim á síðari hluta 19.
aldar. Upphaf þessarar baráttu hérlendis verður naumast skýrt
nema með skírskotunum til sambærilegrar baráttu erlendis. Líklegt
er> að Islendingar hafi einkum haft spurnir af þessari baráttu á
Norðurlöndum og þá í tengslum við hina almennu jafnréttis- og
Verkalýðsbaráttu, sem þar var að færast í aukana. Ýmsir hinna
svokölluðu „Velvakendamanna" hrifust af hugmyndum um jafn-
rétti kynjanna og Páll Briem og Skúli Thoroddsen voru meðal
rumkvöðla jafnréttisbaráttunnar hér heima. Þessum þætti íslenskr-
nr kvenréttindabaráttu sinnir höfundur ekkert, en vonandi er, að
nenum verði gerð viðhlítandi skil af sagnfræðingum í framtíðinni.
_a sakna ég umfjöllunar um félagslega og atvinnulega stöðu kvenna
a Í>ví tímabili, sem bókin tekur yfir. Hlýtur bakgrunnur þeirrar sögu