Saga - 1978, Blaðsíða 135
MILLIÞINGANEFNDIN í FÁTÆKRAMÁLUM 129
tillögu þar að lútandi (frumvarp til laga um geðveikra-
hæli á Islandi).
e) Fyrirvinnumissir. Guðjón gerir ekki tölulega úttekt á
þeim fjölda kvenna með bömum, sem styrkþurfi voru af
þessum sökum. Má gera ráð fyrir, að Guðjón flokki þessa
tegund þurfamanna með þeim, sem sakir ómegðar fengu
ekki séð sér farborða án aðstoðar sveitarfélagsins. 176
ekkjur voru í hópi þeirra, er til fjölskylduþurfamanna
töldust þetta ár. Skipskaðar voru tíðir á þessum árum og
skildu iðulega heilu byggðarlögin eftir í sárum. Sem dæmi
um þetta má nefna, að Sigurður Jensson þingmaður Barð-
strendinga gat þess í þingræðu árið 1901, að árið 1900
hefðu drukknað á einum degi nær allir verkfærir menn í
Selárdal, alls 16—17 manns af þeim 90, sem þar bjuggu.75)
Telja verður líklegt, að verulegur hluti hinna 176 ekkna,
sem sveitarstyrk þáðu 1901—1902, hafi misst eiginmenn
sína við störf á hafi úti. Vafalaust hefur fjöldi þeirra, sem
attu um sárt að binda af þessum sökum, í reynd verið mun
^ieiri; en þegar voveifleg slys bar að höndum, tóku þeir,
sem betur voru stæðir, sig iðulega saman um að ala önn
tyrir þeim, sem misst höfðu fyrirvinnu sína. Um alda-
ni°tin höfðu risið upp styrktarsjóðir fyrir ekkjur sjó-
drukknaðra manna í nokkrum byggðarlögum, en sjá má
df frumvarpi Páls Briem um lífsábyrgðir sjómanna á þil-
skipum, að hann hefur ætlað nefndinni að vinna að bættum
þeirra, sem styrkþurfi voru af þessum sökum. Eftir
lat Páls vann nefndin ekki frekar að þessu máli, og beið
Pað því úrlausnar enn um sinn.
f) Sjúkdómar og heilsuleysi. Alls 753 þurfamenn voru
sveitarstyrks þurfandi fardagaárið 1901—1902 af þessum
sökum. Ú36 þessara manna voru einhleypir, en 317 voru
Jölskylduþurfamenn. 133 af þeim, er til þessa flokks töld-
nst, voru blindir. Ekki voru allir þessir þurfamenn „full-
°ftmir sjúklingar“, heldur voru „margir þeirra heilsulitl-
7o) Álþt. 1901, a, 220.
9