Saga - 1978, Blaðsíða 201
ÁFORM UM LÝÐVELDISSTOFNUN 195
is, heldur er jþað aðeins viðurkenning- á því, að ísland lúti ekki
lengur konungi heldur sé það lýðveldi.
Islendingar virðast ætla að haga sér í samræmi við sambands-
lagasamninginn að því leyti, sem aðstæður frekast leyfa. Það
má vera að Danir viðurkenni ekki lýðveldisstofnunina, en það
þarf ekki að hamla því að við viðurkennum hana, ef við viljum
... við ættum að geta viðurkennt hina nýju stöðu, þar sem Is-
land hefur verið frjálst og fullvalda ríki frá 1918.
Á meðan á umræðum um viðurkenningu væntanlegs lýð-
veldis stóð í breska utanríkisráðuneytinu, var de Fontenay
staddur í London og bar saman bækur sínar við Revent-
low. De Fontenay skýrði Norðurlandadeild utanríkisráðu-
neytisins breska frá því að þeir Reventlow og Kauffmann
í Washington væru sammála um að áform fslendinga væru
í nægilegu samræmi við sambandslagasamninginn til þess
að þeir gætu sætt sig við þau.61
Eftir að Þjóðverjar höfðu neytt dönsku stjórnina til
að segja af sér 1943, fóru embættismenn með stjórn lands-
ins.62 Alþingi tilkynnti því embættismönnunum, sem
stjórnuðu forsætisráðuneytinu, um þá ákvörðun Islend-
inga að stofna lýðveldi. Forsætisráðuneytið kvaðst enn
vera á sömu skoðun og látin hafði verið í ljós í bréfum
dönsku stjórnarinnar 1941 og Buhls, forsætisráðherra,
1942, að fslendingar ættu ekki að grípa til einhliða að-
gerða heldur bíða þar til viðræður hefðu farið fram. Krist-
ján konungur sendi ríkisstjóm fslands einnig skilaboð 4.
maí, þar sem hann kvaðst vonast til að ákvörðunin um að
rjúfa tengsl ríkjanna algerlega yrði ekki framkvæmd fyrr
en að stríðinu loknu. Hann bætti við, að meðan ástandið
væri óbreytt, gæti hann ekki viðurkennt nýskipan á stjórn-
arfari fslands. Þessi ummæli konungs komu íslenskum
sf j órnmálamönnum mjög á óvart, þar sem hann hafði áð-
81 Athugasemdir starfsmanna breska utanríkisráðuneytisins, 30.
mars til 12. apríl 1944, FO 371, nr. 43088/N 1718/199/15.
82 P. Ilsae og J. Lomholt-Thomsen, Nordens Historie, II (Kaup-
mannahöfn 1965), bls. 114.