Saga - 1978, Blaðsíða 176
170 HELGI SKIJLI KJARTANSSON
voru hvert af öðru á fyrstu árum 20. aldar, voru töluverð
úrbót, fyrir tiltekin héruð, en veruleg þáttasJcil verSa með
breyttri kjötverkun, léttsöltuninni, sem gerði íslenzkt
sauðakjöt og sérstaklega dilkakjöt að vel gjaldgengri
vöru á dönskum markaði og norskum. Þessi verkun hefst
1904 og er óðfluga útbreidd og endurbætt á næstu árum;
má telja merkustu þáttaskilin 1907, þegar fyrstu slátur-
húsin eru tekin í notkun, bæði á Norður- og Suðurlandi.
Um svipað leyti batnar mjög verulega markaðurinn fyrir
gærur og ull. Útflutningsverðmæti búfjárafurða var árin
1901-1904 komið niður í 35% af útflutningsverðmæti
fiskafurða, en 1912-1914, eftir að vélbáta og togara er
farið að gæta fulls, var þetta hlutfall enn hið sama, hafði
að vísu lækkað vitund árin á milli, en nær einvörðungu
vegna verðfalls á búvöruframleiðslunni kreppuárið 1908.26
Með öðrum orðum hafði útflutningsframleiösla landbún-
aðarins haldið fullkomlega í við fiskútflutninginn, þótt
innanlandsneyzla búvara og þar með heildarframleiðsla
landbúnaðarins hafi að líkindum vaxið nokkru hægar. Að
sama skapi hafði sjálfstraust og framkvæmdahugur bænda
vaxið, eftirspurn aukizt eftir jarðnæði26 og styrkhæfar
jarðabætur aukizt svo (í dagsverkum reiknað eða dags-
verkaígildum), að sé meðaltal þeirra 1900-1905 kallað
100 var það 160 árin 1906-8, 180 næstu 3 ár og 225
árin 1912-14.2 7 Þannig veitir saga landbúnaðarins
nokkra skýringu á því, hve vel fólk tolldi í sveitunum efti'i'
1907.
Að lokum skal drepið á aðstæður, sem kunna að hafa
örvað vöxt þéttbýlisins á árunum um og eftir aldamót.
25 Verzlunarskýrslur árið 1914 (Hagskýrslur íslands, 13),
1917, bls. 21*.
26 Sbr. ummæli Sigurðar Jónssonar í Tlmariti kaupfélaga og sarn'
vinnufélaga VI (1912), bls. 51, 55.
27 Sigurður Sigurðsson: „Búnaðarhagir", Búnaðarfélag íslands, ald-
arminning I, Rvík 1937, bls. 187.