Saga - 1978, Blaðsíða 149
MILLIÞINGANEFNDIN í FÁTÆKRAMÁLUM 143
þetta ár, óskuðu 19 eftir 10 ára sveitfestitíma, 6 eftir 2
árum, U eftir 5 árum, 5 óskuðu eftir að dvalarsveit réði
sveitfesti og 1 vildi binda sveitfesti við fæðingarhrepp-
inn. 4 óskuðu eftir frestun á málinu, en aðrar gerðu ekki
ályktanir um fátækramál.86)
Erfitt er að skýra þessa breytingu á vilja landsmanna,
ávað varðar lengd sveitfestitímans. Tillögur milliþinga-
nefndarinnar höfðu verið prentaðar vorið 1905 og allvel
kynntar almenningi. Kann að vera, að málflutningur Guð-
Jóns hafi orðið til að breyta afstöðu almennings til þessa
atriðis, jafnframt því sem hugsanlegt er, að minna hafi
verið orðið um, að sveitarstjórnir í bæjum og þorpum
hrektu menn á framfærslusveit sína, er kom fram yfir
aldamót og þéttbýliskjarnar fóru að festast í sessi.87)
Hverju sem þessu líður, er víst að afstaða þingmanna
íþótaðist mjög af viljayfirlýsingum þingmálafundanna.
^msir þingmenn, svo sem Þorgrímur Þórðarson, Ágúst
Elygenring o.fl., lýstu þó yfir fylgi sínu við 5 ára sveit-
festitíma, sem þeir töldu hæfilega málamiðlun milli hug-
^yndanna um 2 og 10 ára sveitfestitíma. Fleiri hugmynd-
lr komu fram um þetta efni, t.a.m. hugmynd Valtýs Guð-
^undssonar um, að dvalarsveit skyldi jafnan vera fram-
fserslusveit þurfamanna. Virðast þingmenn þó hafa tekið
Þá stefnu, að þar sem mikil lagabót væri að frumvarpinu,
°) Dagbækur Alþingis, ed. og nd. 1905. Bóka- og skjalasafni Al-
þingis. Rétt er að taka það fram, að þar sem margar þing-
öiálafundargerðir fólu ekki í sér ályktanir um fátækramál 1901,
kann að vera, að mikill hluti landsmanna hafi sætt sig við 10
ara sveitfestitímann og ekki viljað breyta honum. 1903 gerðu
einungis 3 fundir ályktanir um fátækramál, en þá sat nefndin
enn að störfum, svo að naumast eru þær marktækar, þar sem
unnt var að snúa sér beint til nefndarinnar með óskir í þessu
efni.
) Djörn Sigfússon benti höfundi þessarar ritgerðar á, að með
auknum bjargarmöguleikum á Siglufirði, Akureyri og Húsavík
°S nálægum sveitum, hafi sveitfestimál verið leyst af meiri góð-
semi milli sveitarstjórna og fátæklinga en áður.