Saga - 1978, Blaðsíða 110
104 GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
hreppi eftir 15 ára aldur, en minnihluti hennar, Guðjón
Guðlaugsson, áleit, að slík stytting væri ekki æskileg og
yrði til þess að fjölga hreppaflutningum til muna. Verður
síðar vikið að þessu atriði, þegar fjallað verður sérstak-
lega um fátækralögin 1907 og umræður um þau á alþingi.
Eins og gefur að skilja höfðu þau gögn, sem getið er
hér að framan, mismikil áhrif á þau sjónarmið, sem lögð
voru til grundvallar frumvarpi nefndarinnar til fátækra-
laga. Hér er ekki unnt að fjalla nákvæmlega um öll þessi
atriði, þar sem þau eru flest allyfirgripsmikil. Þó mun
óhætt að fullyrða, að haldbestu upplýsingar um ástand
fátækramálanna, sem nefndin aflaði sér, séu skýrslur
sveitarstjórna um þurfamenn, aldur þeirra og ástand far-
dagaárið 1901—1902. Þótt ýmis önnur atriði upptalning-
arinnar hér að framan hafi haft fullt eins mikil áhrif á
samningu nefndarfrumvarpsins, verður að telja söfnun
og úrvinnslu þessara þurfamannaskýrslna einn merkasta
þáttinn í starfi nefndarinnar. Verður hann því tekinn til
sérstakrar umfjöllunar hér, jafnframt því sem leitast
verður við að lýsa nokkuð þróun fátækramála á landinu
síðustu 30 ár 19. aldar, einkum hvað varðar fjölda þurfa-
manna, helstu ástæður styrkþarfar, kostnaðinn við fram-
færsluna og dreifingu fátækrabyrðarinnar á sýslur lands-
ins.
VII. Fjöldi þurfcimanna
Samkvæmt skýrslum þeim, sem milliþinganefndin afl-
aði sér úr öllum hreppum landsins, voru þurfamenn á
landinu fardagaárið 1901—1902 alls 2186 talsins.44) Af
--------- I
44) Tölfræðilegar heimildir um ástand fátækramálanna fardagaárið
1901—1902, eru að verulegu leyti fengnar úr áðurnefndri
skýrslu Guðjóns Guðlaugssonar. 1 þeim tilgangi að sannprófa
áreiðanleika þeirra, bar höfundur þessarar ritgerðar uppruna-
legu skýrslueyðublöðin úr Gullbringu- og Kjósarsýslu og Reykja-
j