Saga - 1978, Blaðsíða 236
230
BJÖRN SIGFÚSSON
embættis síns reyndi Benedikt hins veg-ar að láta amtmann greiða
sér, lézt ekki geta jafnað þá út gegnum selstöðuverzlunina. Stjóm
hins rekstrarfjársnauða K. Þ. sveið auðvitað að keppinautur þess
væri fjármagnaður þannig enn að 18. aldar hætti. Fleiri sýslu-
menn en B. Sv. munu lengi hafa gert þetta og orðið fyrir sama
ámæli og hann að hafa ekki þorað að hætta því, þar sem þeir væru
í einkaskuldum við selstöðukaupmenn.
Hver sem tilgangur Sigurðar Jónssonar og Péturs á Gautlöndum
með kærunni 19.4. 1890 var hefur þá hinn stjórnmálavani Eyfirð-
ingaþingmaður Benedikt fljótlega séð, einkum vegna fyrstu við-
bragða amtmanns, að kæran dró mjög úr hættu, sem fyrr kynni að
hafa verið, að hægrisinnuð yfirvöld þrýstu honum til þess fám ár-
um eftir sextugt að fara á eftirlaun vegna fyrrnefndrar amts-
óánægju með innheimtu eða vegna fleiri ásakana um trössun. Aðgæt-
um hvers kyns var það ákæruvald á embættismenn, sem þá ríkti. Það
mátti fátt gera móti lögum, sbr. réttarsigur Skúla Thoroddsens síðar
í frávikningarmáli. En það mátti halda hóglega aftur af sér, frekar
en koma sér og sínum hópi í klípu.
Undanfarinn áratug hafði mátt kalla Benedikt Sveinsson stjórn-
arandstöðuforingjann móti „Dönum“ eða nánar tiltekið móti þeim
6 þingmanna hópi konungkjörinna, sem skyldir voru til áð verja
gerðir Nellemanns dóms- og fslandsmálaráðherra og íhaldsstjórnar
hans í Höfn. Einn hinn fremsti þeirra var Havsteen amtmaður,
með tvo nærtæka konungkjörna til ráðuneytis sér ef þyrfti, Hjaltalín
skólastjóra á Möðruvöllum og sr. Arnljót frá Bægisá, nýfluttan nu
til Sauðaness. Brottflæming Benedikts úr S.-Þing. hefði orðið póli-
tískt dæmd af landsmönnum. Kæran bauð 19.4. 1890 upp á sam-
ábyrgð hinna „rauðu“ í héraði með hinum konungkjörnu til þessa
verks. En væri kærunni hafnað, sem Pétur á Gautlöndum mun hafa
þótzt nokkuð viss um, bar konungkjörinnaflokkurinn ábyrgðina einn
á Benedikt.
Það hefur Havsteen þingmanni sýnst áhættuminnst að gera 1
vanda þeim, kannski líka drengilegast með tilliti til orustutaps þeirra
Hjaltalíns fyrir þessum „rauða sýslumanni" vorið 1886, er hann
vann eyfirzka þingsætið, svo að Hjaltalín féll, varð svo konungkjör-
inn.
Er nú „Gamli Bensi“ úr þessari sögu því aðstoð hans við Orum
& Wulff mun hafa kulnað út þegar þessum hrellingum lauk. Einnig
gekk hann í vínbindindi. Samskipti hans við Sigurð í Yztafelli og
Pétur á Gautlöndum urðu hin sæmilegustu eða miklu betri 1891—^7
en verið höfðu 1885—90. Með Pétri og Einari skáldi syni Benedikts
varð alla daga góður kunningsskapur, hvað sem skoðanamun leið-
Af því og fleira dreg ég þá ályktun að samályktun þessara manna