Saga - 1978, Blaðsíða 118
112
GÍSLI ÁGÚST GUNNLAUGSSON
Forsendur fyrir fækkun þurfamanna eftir 1870 eru á
hinn bóginn a.m.k. þríþættar. Athyglisvert er að bera
saman töflu I og árferðisannál tímabilsins. Sé þetta gert,
kemur í ljós svo til alger samsvörun á milli fækkunar
þurfamanna annars vegar og árferðisbreytinga hins veg-
ar. Ef þetta er athugað nánar, sést, að fækkun þurfamanna
er ekki jöfn og stöðug á tímabilinu, heldur koma þvert á
móti ár og ár, þegar þeim fjölgar að nýju.
Eftir 1870 brá til betra árferðis um hríð, og var áttundi
áratugur aldarinnar mun hagfelldari bændum en verið
hafði um skeið. Einstaka ár voru þó allhörð, og eldsum-
brot í Öskju árið 1875 torvelduðu búskap, einkum austan-
iands, sakir ösku- og vikurfalls.52) Engu að síður verður
að telja, að betra árferði á þessum tíma hafi orðið til að
draga úr þurfamannafjöldanum. Árið 1881 gengu hins
vegar í garð mestu harðindi aldarinnar, og hélst árferði
með eindæmum illt fram til 1890. Þessi breyting kemur
glöggt fram í töflu I. Árið 1883 hækkar tala þurfamanna
nokkuð, enda hafði árið 1882 verið með ólíkindum hart,
auk þess sem mögnuð mislingasótt barst til landsins „og
fór eins og logi yíir akur um allt land. Lágu menn unn-
vörpum um hábjargræðistímann og er talið að um 1600
manns hafi dáið.“53) Næstu tvö ár voru hagfelldari, og
lækkaði þá tala þurfamanna. 1885 herti á ný og kemur það
glöggt fram í tölu þurfamanna, sem frá árinu 1886 hækk-
aði gífurlega og varð hæst árið 1888, er alls U370 niður-
setningar og þurfabændur eru skráðir á sveit, en það er
nánast sami fjöldi og var á framfæri sveitarstjórna árið
1875. Eftir þetta lækkar tala þurfamanna stöðugt fram
til ársins 1897, þegar hún hækkar á ný einkum sakir land-
skjálftanna miklu á Suðurlandi árið 1896. Áhrif þeirra
koma m.a. fram í því, að frá fardagaárinu 1895—96 og
til fardagaársins 1896—97 fjölgar þurfabændum í Suður-
B2) Magnús Jónsson: Áðumefnt rit, IX, 1, Kvík 1957, bls. 228.
BS) Sama rit, bls. 231.