Saga - 1978, Blaðsíða 260
254
RITFREGNIR
ritið „Upphaf íslenzkrar verkalýðshreyfingar“ (MFA, Reykjavík,
1970), sem mikið hefur verið lesið en ekkert rætt opinberlega, t.d.
hefur enginn ritdómur birst um það ennþá. Lestur án umræðu ber
ekki vitni um gagnrýna hugsun.
„9. nóvember 1932“ er bæði skemmtileg og fróðleg aflestrar. í
þessu tvennu felast kostir verksins. Höfundar beita aðferð, sem
þeir nefna „blaðamennskusagnfræði" og helst lýsir sér í meiri
notkun beinna tilvitnana úr heimildum en tíðkast í hefðbundinni
sagnfræði. Þegar vel tekst, færa þessar tilvitnanir lesandann nær
vettvangi atburðanna og veita sýn inn í hugarheim þátttakenda.
Stundum eru langar tilvitnanir samt nær eingöngu til að f jölga blað-
síðum; á þetta fyrst og fremst við um XII. kaflann, „Níundi nóv-
ember í minni skáldanna“, sem er ærið sundurlaus.
Sú hætta fylgir oft sagnfræðiritum um einstaka atburði eða per-
sónur, að höfundar glata þeirri yfirvegun, sem nauðsynleg er til að
setja atburði í samhengi og skoða einstaklinga sem hluta af samfé-
lagi. Oftast varast höfundar þess háttar gildrur og rekja ekki að-
eins atburði 9. nóvember heldur einnig aðdraganda þeirra og afleið-
ingar. Fengur er að ýmsum lýsingum á kreppuárunum, einkum VI-
kafla „Mannlífið á atvinnuleysisárum”. Varkárni höfunda bregst þó
stundum og smá æsifréttastíll læðist inn, t.d.: „Bylting gæti byrjað
hér. Hvað ætlar múgurinn að ganga langt?“ (bls. 16). Meginálykt-
un höfunda er hins vegar mjög yfirveguð: „En þó komið hafi til
barsmíða í stéttaátökum ársins 1932 þá raskar það ekki þeirri heild-
armynd að orðræðan sé aðalsmerki íslenskrar stjórnmálabaráttu.'
(bls. 287).
Frágangur bókarinnar er góður. Stafavillur eru mjög fáar, en
óprýði er að því að á einum stað eru blaðsíður í rangri röð og rang-
lega tölusettar (bls. 280—281). 1 skrá yfir heimildarrit er Gunnar
Benediktsson talinn höfundur afmælisrits Varðar 1951. 1 afmæliS"
ritinu sjálfu er ekki getið um höfund eða ritstjóra. 1 nafnaskra
er víxlað bókstöfunum I og J.
Þrátt fyrir foivitnilegt efni og nokkra vandvirkni í efnismeðferð,
getur bókin um 9. nóvember vart talist vönduð sagnfræði. Helsti
galli hennar er, að höfundar hennar draga taum eins aðilans á kostn-
að annars. Eftirfarandi dæmi sýna hlutdrægnina:
1) Tekin er afstaða gegn Sjálfstæðisflokknum og Morgunblað-
inu. Lesandinn á frekar auðvelt með að átta sig á þessari slagsíðu-
Hún er augljós, sbr.: „Athyglisvert var að Morgunblaðið taldi eign'
ir borgaranna upp á undan verndun lífs þeirra ...“ (bls. 260).
2) Höfundar gera lítið úr Alþýðuflokknum og ASl, sem á þessum
árum voru skipulagslega tengd. Reyndar hefna höfundar þetta saiu
band „einokun" Alþýðuflokksins á ASÍ (bls. 286). Engin viðtöl eiu