Saga - 1992, Page 16
14
ADOLF FRIÐRIKSSON OG ORRI VÉSTEINSSON
dómhringur.11 Ekki er örgrannt um að svör sumra prestanna lýsi frek-
ar áhuga þeirra á að gefa nefndinni greinargóð svör en því að þeir hafi
haft skýrar hugmyndir um dómhringa.
Sem dæmi um hve áttlausir menn hafa verið, og eru enn, þegar
þarf að finna eða bera kennsl á dómhringa, má taka umræðu um erki-
dómhringinn á Pingvöllum á Þórsnesi.
Gísli Ólafsson segir frá blótsteininum árið 1817 og telur að dóm-
hringurinn hafi verið í mýrinni „þar skamt frá", en nú sé hans að sjá
„lítil merki til."12 Oddur Hjaltalín læknir segir hinsvegar sama ár að
leifar af steingerði sjáist í kringum steininn, um 75 metrar í þvermál.13
Oddur hafði áður sýnt Ebenezer Henderson steininn og hringinn, og
segir Henderson í ferðabók sinni hinsvegar að hringurinn sé um 11
metrar í þvermál.14
Ári seinna álítur Bogi Benediktsson aftur á móti að dómhringurinn
standi á Þingvallaborg og vísar þar á ferhyrnda rúst. Hann telur að
hringnum hafi verið breytt í fjárbyrgi, veggir gerðir beinir og þver-
garður lagður í miðju hans.15
Um miðja öldina vita menn „ógjörla hvar dómhringurinn hefur
verið" samkvæmt sóknarlýsingu. í þeirri lýsingu er vísað til ummæla
Jónasar Hallgrímssonar er hafði komið þar og taldi að hringur Boga
væri búðatóft, en að dómhringurinn hafi verið „þar sem nú stendur
bærinn og verði því ei til hans séð."16
Kenningar um legu, útlit og afdrif dómhringsins eru nú álíka marg-
ar og þúfurnar í landi Þingvalla.17
Hin líflega umræða og fjöldi skoðana um dómhringinn á Þingvöll-
um lýsir fyrst og fremst þörf manna til að hlutgera hina grípandi lýs-
ingu úr Eyrbyggju, sem er, vel að merkja, eina lýsingin sem til er á
dómhring í íslenskum miðaldaheimildum. Með því að menn fara að
velta slíku fyrir sér styrkist jafnframt hugmyndin og menn fara smátt
og smátt að telja að dómhringar og lögréttur séu sjálfsagðar fornleifar
á hverjum þingstað.
11 T.d. á Hofstöðum á Þórsnesi, - Frásögur um fornaldarleifar, 338-339, 352.
12 Frásögur um fornaldarleifar, 338.
13 Frásögur um fornaldarleifar, 350.
14 Henderson: Iceland, 339.
15 Frásögur um fornaldarleifar, 353.
16 Sýslu- og sóknalýsingar Snæfellsnessýslu, 204.
17 Sbr. Ólafur Lárusson: Landnám á Snæfellsnesi, 160-164.