Saga - 1992, Page 20
18
ADOLF FRIÐRIKSSON OG ORRI VÉSTEINSSON
að orna sér við, heldur beinlínis áþreifanleg sönnun fyrir því að
íslendingar væru ein þjóð sem gæti stjórnað sér sjálf. Það var því
brýnt að rannsaka stjórnarfar og stofnanir þjóðveldisins og reyna að
byggja upp glögga og sannfærandi mynd af stjórnkerfi þess. Fornritin
voru að sjálfsögðu mikilvægustu heimildirnar, en rannsóknir á þing-
minjum á vegum Fornleifafélagsins áttu einnig stóran hlut að máli.
Þær voru vísvitandi gerðar með það fyrir augum að fylla í eyður frá-
sagnarheimildanna og styrkja einstakar sagnir. Fornfræðingarnir
Sigurður Vigfússon og Brynjúlfur Jónsson lögðu á árunum 1880-1907
grunninn að þeim hugmyndum er menn virðast hafa enn þann dag í
dag um skiptingu og tegundir þinga og staðsetningu og útlit þing-
staða.22
Sigurður Vigfússon var bókstafstrúarmaður á fornrit og reyndi allt
hvað hann gat að finna í landslaginu áþreifanlegar sannanir um
atburði íslendingasagna. Sigurður fylgdi þó sögunum ekki í algjörri
blindni heldur reyndi hann að raða saman frásagnabrotum og byggja
upp heildstæða mynd af þjóðskipulagi fornaldarinnar. Þar sem frá-
sagnir stönguðust á eða fornleifarnar bentu til annars, útskýrði hann
það sem misskilning handritaskrifara eða skáldskap seinni alda
manna,23 en Sigurður hafði litla trú á andlegum burðum þjóðarinnar
eftir 1262. Sem vonlegt var lenti hann í nokkrum vandræðum með að
útskýra mismunandi stofnanir og mannvirki tengd þinghaldi, því að
íslendingasögur geta dómhringa og lögrétta aðeins á nokkrum
stöðum, en slík örnefni finnast um allt land og hvorttveggja kemur
illa heim við Grágás sem aðeins nefnir lögréttu á alþingi og virðist ekki
gera ráð fyrir dómhringum sem mannvirkjum.
Fyrsta fornleifarannsókn Sigurðar á vegum félagsins var á alþingis-
staðnum á Þingvöllum. í samræmi við Grágás taldi hann að Lögréttan
hefði setið á trébekkjum, „þvíað það er óhugsanda, að hér hafi verið
torfpallar, og að hinir skrautbúnu höfðingjar landsins hafi setið á torf-
hnausum, þvíað, eins og vér vitum, getr jörðin oft verið blaut, þó
22 Um þessi mál er lítið rætt í nýrri yfirlitsverkum, enda vitað að grunnurinn er
ótraustur. Hinsvegar eru kort um þingaskiptingu og staðsetningu þingstaða
byggð á rannsóknum þeirra félaga birt án nokkurra fyrirvara. Sjá t.d. Jakob Bene-
diktsson, „Landnám og upphaf allsherjarríkis", 183; Björn Þorsteinsson: Island,
27; Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson: íslandssaga til okkar daga, 37.
23 Adolf Friðriksson: Icelandic Archaeology, 29.