Saga - 1992, Page 21
DÓMHRINGA SAGA
19
veðr sé gott."24 Um dóma taldi hann að fullyrða mætti „að þeim var
eigi ætlaðr neinn ákveðinn staðr ár eftir ár, og þar sem dómarnir hafa
verið háðir, hafa engin mannaverk verið gjörð eða dómhringar."25
Hugði hann líklegra að dómarnir hefðu verið strengdir véböndum.
Varðandi fornleifarannsóknir á þessum þingstofnunum þótti honum
því ljóst að „hvorugt verðr verklega rannsakað."26
Varðandi dómhringinn fræga á Pórsnesi vísaði hann í þá niður-
stöðu sína að hafi engir dómhringar verið við fjórðungsdómana á
alþingi þá sé „ólíklegt, að slíkr dómhringr úr torfi og grjóti hafi verið
á héraðsþingunum, þar sem alt fór þó fram líkt og á alþingi."27
Á Valseyri við Dýrafjörð þóttist Sigurður hafa fundið þing það er
Gísla saga segir að hafi verið á Hválseyri. Þar sá hann nokkrar ógreini-
legar rústir er hann taldi vera þingbúðatóftir Dýrafjarðarþings. Áður
höfðu menn talið að tóftirnar á Valseyri væru leifar gamals verslunar-
staðar.28 Auk þessara minja fann hann rúst af stóru mannvirki: „það
er nær ferhyrnt að lögun, veggir blásnir ofan í grjót og mjög svo lágir,
enn í miðju tóttarinnar er breiður grassvörðr . . ,"29 Hann varð þegar
„sannfærðr um að hér er fundin nokkurs konar Lögrétta eða sam-
komustaðr; mun enginn efi á því, að menn hafa haft slíka samkomu-
staði á Vorþingunum áðr enn alþingi var sett."30 Máli sínu til stuðn-
■ngs vísaði hann í Grettis sögu, þar sem sagt er að lögrétta hafi verið á
Hegranesþingi.
Þrátt fyrir þessa uppgötvun leitaði hann ekki slíkra minja sérstak-
lega á öðrum þingstöðum og virðist ekki hafa þótt þær mikilvægar til
að bera kennsl á slíka staði. í skýrslu um fornleifar í Rangárþingi 1883
segir hann frá búðaminjum á Þingskálum og í Þingholti. Á báðum
stöðum fann hann hringlaga tóftir en reynir ekki að geta til um hlut-
verk þeirra.31 Á Þingskálum fann hann einnig „mannvirki eitt . . .
nærri ferskeytt að lögun" og taldi að það hefði verið „einhver sam-
komustaðr eða lögrétta."32
24 Siguröur Vigfússon: „Rannsókn á hinum forna alþingisstað . . .", 26.
25 Sigurður Vigfússon: „Rannsókn á hinum forna alþingisstað . . .", 28.
26 Sigurður Vigfússon: „Rannsókn á hinum forna alþingisstað . . .", 30.
27 Sigurður Vigfússon: „Um hof og blótsiðu í fornöld", 89.
28 Árni Magnússon: Chorographica, 75; Ólafur Olavius: Ferðabók I, 146.
^ Sigurður Vigfússon: „Rannsókn um Vestfirði", 12.
30 Sigurður Vigfússon: „Rannsókn um Vestfirði", 13.
31 Sigurður Vigfússon: „Rannsóknir sögustaða . . .", 54-61.
32 Sigurður Vigfússon: „Rannsóknir sögustaða . . .", 59.