Saga - 1992, Page 22
20
ADOLF FRIÐRIKSSON OG ORRI VÉSTEINSSON
Sigurður fór í rannsóknarferð um Húnavatnssýslur og Skagafjörð
árið 1886. Hann nefnir dómhring í túni á Þingeyrum og álítur hafa
verið hestarétt. Pá fór hann á Hegranes og sá þar hring sem var „ákaf-
lega mikill og fornlegr." Hann taldi þetta vera lögréttu og kæmi það
„mæta vel heim við Grettis sögu, þar sem skýrt er talað um lögréttu á
Hegranesþingi. "33
Björn M. Ólsen hafði efasemdir um kenningu Sigurðar um lögrétt-
ur á héraðsþingum og kom á Valseyri 1884 til að kanna m.a. „hvort
nokkuð það fyndist í hinni breiðu tótt, er sannaði, að þar hefði verið
lögrjetta." Hann lét grafa skurði og holur og fann skán innan í tóftinni
sem honum virtist vera „taðkennd, eins og væri hún eptir skepnur."34
Sigurður hafði þá sannfærst um að unnt væri að rannsaka lögréttur
„verklega" og fór aftur á Valseyri 1888. Hann stakk upp hnausa utan
og innan stóru tóftarinnar og bar þá saman: „við nákvæmustu athug-
an mína og beggja fylgdarmanna minna, í bezta veðri, heiðbirtu og
sólskini, fundum vér als engin merki til minstu tegundar af nokkurs kon-
ar gólfskán."35 Árið 1890 lét hann einnig grafa í stóran hring við Þing-
múla og fannst þar engin skán.36
Sigurður þurfti fyrstur manna að taka vísindalega afstöðu til dóm-
hringa og lögrétta í stjórnkerfi þjóðveldisins. Hann er í fyrstu van-
trúaður á að þeir hafi verið mannvirki, en eftir að hafa komið á Vals-
eyri sannfærðist hann um að lögréttur hafi verið á héraðsþingum fyrir
stofnun alþingis 930. Um dómhringa ræðir hann lítið, en virðist hafa
skilið þá svo, að þeir hafi verið svæði strengt véböndum en ekki
mannvirki.
Niðurstaða Sigurðar verður að teljast skynsamleg miðað við þær
hugmyndir sem hann gekk út frá. Hún var byggð á gríðarlegri þekk-
ingu, bæði á fornleifum og fornritum, og féll vel að þeirri mynd sem
hann, ásamt fleirum, dró upp af skipulagi þjóðveldisins. Því hefði
mátt ætla, að menn hefðu almennt tekið undir túlkun Sigurðar og litið
á dómhringa sem staði en ekki mannvirki. Þess sér og stað í skrifum
Daniels Bruuns sem skoðaði þingstaði um allt land, en hafði enga trú
33 Sigurður Vigfússon: „Rannsóknarferð . . .", 112-113.
34 Bjöm M. Ólsen: „Rannsóknir á Vestfjörðum", 8, 18.
35 Sigurður Vigfússon: „Rannsókn á Vestfjörðum 1888", 126.
36 Sigurður Vigfússon: „Rannsókn í Austfirðingafjórðungi," 34-35.