Saga - 1992, Page 23
DÓMHRINGA SAGA
21
á þeim dómhringum sem á hafði verið bent. Hann taldi slíkar minjar
fremur vera réttir, fjárborgir eða gjafahringa.37
En arftaki Sigurðar, Brynjúlfur Jónsson, hafði meiri trú á dómhring-
um og átti „bágt með að trúa því, að alt sem sagt er í sögum og
munnmælum um „dómhringa" og „lögréttur" fornmanna, sé til-
hæfulaust."38 Niðurstaða hans var sú að á hinum elstu þingum a.m.k.
hafi verið nauðsynlegt „að afmarka sérstakt svið með sérstakri helgi"
fyrir goðann og ráðunauta hans að þinga í friði. Það taldi hann að
gera mætti með þrennu móti: „annaðhvort umgirða það, eða hleypa því
upp, ellegar setja niður stengur í kringum það og festa strengi á."
Brynjúlfur túlkaði lögréttuna á Hegranesi sem uppbyggðan hringlaga
pall, en „sú aðferðin, að hleypa sviðinu upp, hefir liklega verið fátíð-
ust, því hún var starfamest."39 Sú aðferðin að umgirða hið helga svið
virtist honum þó efst í huga þegar hann skoðaði og skilgreindi þing-
staði. Það er skýrt einkenni á þingstaðalýsingum Brynjúlfs að hann
reynir víðast að finna hringrúst á meðal búðarústanna. Oft tekst hon-
um að finna slíkar minjar þar sem aðrir hafa ekki fundið, en fer var-
lega í að fullyrða að þær séu dómhringar.40 (Sjá myndir 9 og 10). Á
nokkrum hinna frægari þingstaða, s.s. á Þórsnesi og í Árnesi, var
hann hinsvegar ekki í nokkrum vafa um að væru dómhringar.
Árnesþing er talið hafa verið við Búðafoss í Þjórsá. Þar er nú rústa-
þyrping, um 26-30 „búðir", en enginn hringur. Um 3.5 km norðvest-
an við þær, við Þinghól í Árnesi, er hringlaga mannvirki kallað Dóm-
hringur. Kristian Kaalund hafði þótt ólíklegt að dómhringurinn í Ár-
uesi gæti hafa verið svo fjarri búðunum og taldi því líklegra að hring-
urinn væri fjárbyrgi.41 Brynjúlfur var á öndverðum meiði. Honum
þóttu örnefnin Þinghóll og Dómhringur sannfærandi vísbendingar
og lét grafa í hringinn. Ekki fundust neinar teðsluleifar innan hrings-
ms og þótti Brynjólfi því sýnt að hér hafi dómstaður Árnesþings
verið.42
37 Bruun: „Arkæologiske undersogelser . . .", 33, 36-37.
38 Brynjúlfur Jónsson: „Rannsóknir á Norðurlandi sumarið 1900", 20.
9 Brynjúlfur Jónsson: „Rannsóknir á Norðurlandi sumarið 1900", 21.
40 T H
1 a. a Pinghóli við Grímsá - Brynjúlfur Jónsson: „Rannsókn í Þverárþingi sumarið
1903", 5; á Búðahamri við Straumfjörð - Brynjúlfur Jónsson: „Rannsóknir í Mýra-
Hnappadals- og Snæfellsnesssýslum", 12; í Leiðarnesi og á Fjósatunguþingstað -
Brynjúlfur Jónsson: „Rannsóknir á Norðurlandi sumarið 1900", 15, 16.
KaaluHd; Bidrag til en Historisk-Topografisk beskrivelse I, 195-196.
Btynjúlfur Jónsson: „Rannsóknir í ofanverðu Árnesþingi 1893", 13-14.