Saga - 1992, Page 30
28
ADOLF FRIÐRIKSSON OG ORRI VÉSTEINSSON
einu sinni minnst á dómhring og þá í sambandi við fimmtardóma:
„En þeir [sem rutt er úr dómi] eigo at risa or dominom. oc sitia í dom
hring iNan meþan vm söc þa er domt."57 Fimmtardómar voru settir í
lögréttu,58 en hvað hér er átt við er ekki gott að segja. Helst er að skilja
þetta sem svo, að dómendur hafi setið í hring, hugsanlega á lögréttu-
pöllum, og verið dómhringur, en þeim sem rutt var úr dómnum hafi
samt verið skylt að fylgjast með og því þurft að sitja innan hringsins.
í það minnsta er ekkert sem bendir til að hér sé átt við mannvirki.
Sama á við um frásögn Víga-Glúms sögu af því er Glúmur kom í veg
fyrir að hann yrði dæmdur á Hegranesþingi:
Glúmr gekk til þings með hundrað manna . . . Nú gengr
Glúmr, en eigi var meira rúm gefit, en einn maðr mátti ganga;
en þar var fylkt liði tveim megin hjá, en Glúmi var boðit at
ganga í kvíarnar, ef hann vildi til dómsins. En þat sýndisk
honum óráðligt ok mælti til sinna manna: „Auðsætt er nú þat,
at þeir þykkjask í hendi hafa várt ráð; má ok vera, at svá sé. Nú
vil ek þó, at þér snúið eigi aptr; mun ek ganga fyrstr, en þá
tveir næst mér jafnfram, en þeim fjórir jafnfram, ok skulum
vér renna at ok hafa spjótin fyrir oss, ok mun klambrarveggr-
inn ganga ef fast er fylgt.
Þeir gerðu svá ok runnu at í einu skeiði í dómhringinn, ok
var lengi nætr . . ,59
Hér verður heldur ekki séð að átt sé við mannvirki. Kvíar munu þýða
hér þyrping manna og klambrarveggur oddmynduð fylking manna.60
Það er því eðlilegt að skilja sem svo að dómhringur þýði hópur
manna er sitja að dómum, væntanlega í hring.
Sami skilningur kemur fram í Bandamanna sögu er Ófeigur býst til
að leika á bandamenn í fjórðungsdómi Norðlendinga á alþingi er
hann spyr dómendur: „„munu þér lofa mér at ganga í dóminn?" Þeir
játa því. Hann gengr í dómhringinn ok sezk niðr."61
Sömu aðstæður virðast eiga við á öðrum stað í sögunni: „Nú er svá
ætlat, at bandamenn skulu ganga upp á vollu með flokka sína. Flokk-
57 Grágás Ia, 82.
58 Grágás Ia, 77.
59 íslenzk fornrit IX, 83-84.
60 Kristján Eldjárn: „Klambrarveggr".
61 íslenzk fornrit VII, 321.