Saga - 1992, Page 31
DÓMHRINGA SAGA
29
ar þeirra Gellis ok Egils ganga báðir saman, setjask niðr í einn stað í
hvirfing; en Ófeigr gengr í hringinn, . . ."62
Af þessu má ráða að það hefur verið siður manna að setjast niður í
hring við hverskyns ráðstefnuhald. Þegar um dóma hefur verið að
ræða hefur slíkur hringur verið kallaður dómhringur. Sá skilningur
að hér sé ekki átt við mannvirki styrkist af því, að samkvæmt Grágás
átti lögsögumaður að ákveða hverju sinni hvar fjórðungsdómar væru
haldnir á alþingi.63 Hugsanlegt er að seta dómenda í hring hafi haft
lögfræðilega merkingu, að seta í hring hafi skilgreint rétta dómendur
frá öðrum, t.d. þeim sem rutt var úr dómi, og að dómar hafi aðeins
verið rétt upp kveðnir ef dómendur sátu í hring. Hafi svo verið er
eðlilegt að um þessa sætaskipan hafi verið haft sérstakt hugtak. Það
er athyglisvert að um dómhring er aðeins talað í annarri megingerð
Bandamanna sögu, þeirri sem varðveitt er í Möðruvallabók. Möðru-
vallabók er einnig aðalhandrit að Víga-Glúms sögu og má vel vera að
það sé ekki tilviljun að þessi skilningur á dómhring komi aðeins fyrir
í þessu eina handriti.
Hér má bæta við að í nýjustu útgáfu af Þorgils sögu og Hafliða í Sturl-
ungusafninu er að finna leshátt þar sem sagt er, að eftir að Hafliði
nnissti fingurinn hafi dómendur þrisvar verið settir niður í „dómstein-
um" áður en dómurinn var fluttur annað.64 í öllum fyrri útgáfum er
lesið „dómstaðnum" og mun það vera skilningur þorra handrita. Ef
einhver fótur er fyrir þessu, hlýtur að eiga að skilja sem svo að dóms-
menn hafi tyllt sér á steina meðan setið var að dómum, en hvort það
voru einhverjir sérstakir steinar sem hefð krafðist að setið væri á er
ómögulegt að segja, og raunar ólíklegt fyrst dómurinn var fluttur
annað.
Hin hugmyndin um dómhring er af allt öðrum toga og kemur fram
í frásögn Eyrbyggju af Þórsnesþingi: „Þar sér enn dómhring þann, er
menn váru dæmðir í til blóts; í þeim hring stendr Þórs steinn, er þeir
menn váru brotnir um, er til blóta váru hafðir, ok sér enn blóðslitinn
ó steininum."65
Þessa frásögn tók Sturla Þórðarson upp í Landnámugerð sína með
62 tslenzk fornrit VII, 347.
63 Grágás Ia, 45; Sbr. Einar Arnórsson: Réttarsaga alpingis, 81.
64 Sturlunga saga, 30.
65 tslenzk fornrit IV, 18.