Saga - 1992, Page 32
30
ADOLF FRIÐRIKSSON OG ORRI VÉSTEINSSON
þeirri breytingu, að dómhringurinn er sagður vera hjá steininum.66
Hér er greinilega átt við mannvirki, en hlutverk þess er ekki tengt
venjulegum dómstörfum eins og þau hafa farið fram á 13. öld, heldur
tengist það aflögðum siðum. Af því hlýtur að leiða að höfundur Eyr-
byggju og Sturla Póröarson hafa ekki þekkt dómhringa sem sjálfsögð
mannvirki á hverjum þingstað í sinni tíð.
Notkun orðsins í miðaldaheimildum gefur því ekki færi á að túlka
dómhringa sem mannvirki, og hinn tvöfaldi skilningur bendir til
þess, að dómhringar hafi hvorki verið vel þekkt né vel skilgreind
fyrirbæri á miðöldum. Fyrir utan þær heimildir er hér hafa verið rakt-
ar höfum við hvergi séð minnst á dómhringa fyrr en hjá Finni Magn-
ússyni um aldamótin 1800.
Miklu fleiri og betri heimildir eru um lögréttur og hníga sterkari rök
að því, að þær hafi verið mannvirki. Víða er minnst á lögréttu á
alþingi og má vel vera að hún hafi verið einhverskonar mannvirki,
a.m.k. virðist til þess ætlast í Grágás : „Lavgretto scolo ver oc eiga oc
hafa her huert sumar a alþingi. oc scal hon sitia i þeim stað a valt sem
lengi hefir verit. Par scolo pallar iii. vera vmb huerfis lögréttona sua
viðir at rumlega megi sitia ahueriom þeirra fernar tylptir manna."67
Pallar þeir sem hér er talað um hljóta að hafa verið byggðir annað-
hvort úr torfi og grjóti eða timbri, en hvort slíkt mannvirki var nokk-
urntíma reist á alþingi er ekkert vitað um.
í Grettis sögu er eina frásögnin um lögréttu á öðru þingi en alþingi,
en það er á Hegranesþingi68: „[Grettir] kemr svá á þingit, at menn
gengu frá logréttu heim til búða."69 Hér verður ekki séð hvort átt er
við stofnunina eða eitthvert mannvirki. Af þessu má ráða að á mið-
öldum hefur a.m.k. höfundur Grettis sögu talið að lögréttur gætu ver-
ið á öðrum þingum en alþingi. Það er hinsvegar ljóst af því hvernig
talað er um lögréttu í öðrum íslendingasögum og í Grágás, að ein-
göngu er átt við stofnunina er setti lög og kom aðeins saman á Þing-
völlum. Þetta ósamræmi leiddi Sigurð Vigfússon til að setja fram þá
66 íslenzk fornrit I, 126.
67 Grágás Ia, 211.
68 I annálum og Guðmundar sögu góða er talað um lögréttu í Haukadal árið 1178, en
það hlýtur að eiga að skilja sem svo að það ár hafi lögréttan (stofnunin) ekki komið
saman á Þingvöllum heldur í Haukadal. -Biskupasögurl, 419; Islandske Annaler, 21,
61, 323.
69 Islenzk fornrit VII, 230.