Saga - 1992, Page 33
DÓMHRINGA SAGA
31
kenningu að lögréttur hefðu verið á héraðsþingum fyrir stofnun
alþingis 930, en eftir það hefði aðeins verið lögrétta á Þingvöllum.
Vandi í vébandi
Hvort heldur dómhringar hafa verið mannvirki eða ekki, þá gefa hin-
ar takmörkuðu heimildir og hugtakið sjálft til kynna augljóst grund-
vallaratriði varðandi dóma, þ.e. að þá verður að halda á ákveðnum
stað. í Grágás kemur oft fram að merkja skuli dómstað,70 einkum í
sambandi við dóma á víðavangi. Það er augljóst lögfræðilegt atriði, að
dómstaður verður að vera ákveðinn og „réttur" svo ekki sé hægt að
rengja dóminn. Að merkja dómstað þarf ekki að tákna annað en grófa
staðsetningu en margt bendir til að dómstaður hafi verið nákvæmlega
skilgreindur hverju sinni og jafnvel helgaður á einhvern hátt svo
dómendur gætu dæmt í friði. Lausn Grágásar á þessu var að skipa
dómgæslumenn ef í hart fór, og ristu þeir jörð kringum dómendur til
að afmarka dómstaðinn.'1 Með lögtöku Járnsíðu (1271) og síðar Jóns-
hóknr (1281) hætti lögréttan að vera eingöngu löggjafarsamkunda og
varð fyrst og fremst dómstóll. Það varð þá viðeigandi að hafa ein-
hverskonar umbúnað sem tryggði dómendum frið. Lögbækurnar
báðar kveða svo á um, að lögmaður láti „gera vébond á logþingi á
þingstað réttum, svá víð, at þeir hafi rúm fyrir innan at sitja sem í log-
rettu eru nefndir."72 Virðist þetta vera svipaður umbúnaður og lýst er
1 Egils sögu að hafi verið á Gulaþingi í Noregi: „En þar er dómrinn var
settr, var vollr sléttr ok settar niðr heslistengr í vollinn í hring, en logð
um utar> snæri umhverfis; váru þat kolluð vébönd; en fyrir innan í
hnnginum sátu dómendr, . . . "73
Alls óvíst er hvort menn höfðu þennan háttinn á við dómstörf á ís-
andi á gildistíma Grágásar og má vera að þessi siður hafi aðeins tíðk-
ast í Noregi og síðan verið fluttur inn með lögbókunum í lok 13.
aldar. Hitt er nokkuð víst að þar eftir hafa menn haft vébönd, a.m.k.
a alþingi. Samkvæmt annálum lét Snorri Narfason lögmaður skera í
70 Cragás Ib, 84, 174; Grágás II, 252, 455, 489, 493.
71 Grágás Ia, 72.
2 lónsbók, 8; Sbr. Hin forna lögbók íslendinga .... 4.
73 ‘slenzkfornrit II, 154.