Saga - 1992, Page 35
DÓMHRINGA SAGA
33
ekki fyrr en um miðja 18. öld að lítið þinghús úr timbri var reist á
f’ingvöllum.76
Um þinghús er þó kveðið á í réttarbót Eiríks Magrtússonar 1294 og
skipað að þingvíti skuli leggjast til þinghúsgerðar.77 Engar heimildir
eru til um að þinghús hafi verið reist hér á þingstöðum fyrr en á 17.
öld78 en upp úr því aukast heimildir og um miðja 19. öld virðist sem
þinghús hafi verið á svo til hverjum þingstað.
Aðeins ein heimild getur um mannvirki á héraðsþingstöðum og
hún lýsir einnig vel nauðsyn þess að skilgreina dómstað. Á alþingi
sumarið 1641 gerði Ari Magnússon sýslumaður harða atlögu að dómi
Árna Oddssonar um færslu og hýsing sakamanns, er hann hafði fellt
á Leirá haustið áður:
6. Var þingið löglega sett af Árna lögmanni og svo setið, þar
hann setti það ekki á þingstað réttum, að sagt er, í kirkjunni
sjálfri og á hans eigin heimili? Flestir dómar hljóða svo, að
dómsmenn hafi verið tilnefndir á þingstað réttum, og allir
stefna á þingstað réttan, en ekki í kirkju né kirkjugarð í helgan
stað. Kristur segir, að sitt hús sé bænahús, en þeir hafi gjört
það að spillvirkjainni. Hvað hefur það upp á sig, þar ordinanti-
an segir, að ekki skuli þing halda á prestagörðum, hvað síður
í kirkjunni sjálfri?
7. Voru dómsmenn löglega nefndir í dómssæti og dómurinn
löglega setinn og upp sagður, þar allt var aðgjört í kirkju, en
ekki eptir guðsorði og landslögum vorum, einninn eptir góðri
og gamalli vísu? Sverja nefndir menn ekki svo, að þeir skuli
svo jafnan gjöra, er þeir eru í lögréttu nefndir? Lögréttutóptir
sjást allvíða, ef ekki er lögréttan uppi á héraðsþingstöðum?
Var ekki til tjaldstofa eður setuhús annað, að dæma þann
dóm, eður var málið svo heilagt og sá í hlut átti, að það mætti
hvergi dæma, utan í kirkju?79
Niðurstaðan af þessu yfirliti er að heimildir um dómhringa séu bæði
tyrar og ósamstæðar og leyfi alls ekki þá túlkun að á þingum hafi ver-
^annvirki kölluð dómhringar. Heimildirnar benda hinsvegar á
í ^'nar Amórsson: Réttarsaga alþingis, 129-131.
' lónsbók, 287.
7o '^1'- Sveinbjarnardóttir: Rannsókn á Kópavogsþingsstað, 77.
9 Alþingisbækur lslands VI, 51.
3 - SAGA