Saga - 1992, Blaðsíða 90
88
SVEINBJÖRN RAFNSSON
miðalda viku fyrir nýjum söng og sönglagatextum. Á miðöldum voru
ævintýrasögur í hávegum hafðar hjá yfirstéttinni, t.d. Ormi Snorra-
syni og sveinum hans, en nú var röðin komin að alþýðu manna.
Frá 17. öld er til merkilegur texti á íslensku, kominn úr Disciplina
clericalis. Pað eru Vinavísur Björns Jónssonar á Skarðsá (1574-1655).
Af þessu kvæði má telja hátt á fimmta tug uppskrifta í íslenskum
handritasöfnum heima og erlendis, frá 17. til 19. aldar. Sýnir það með
öðru vinsældir kvæðisins. Höfundur hefur bundið nafn sitt í næstsíð-
ustu vísu kvæðisins, en kvæðið er alls 51 vísa. í einni elstu varðveittu
uppskrift Vinavísna, Uppsala R 715, er við upphaf þeirra tilfært söng-
lag við kvæðið: „Með það lag: Heyr þú veröld hvað ég tel." Það er vel-
þekkt kvæði í Vísnabók Guðbrands biskups Þorlákssonar prentaðri á
Hólum 1612. Vinavísur eru með köflum liðlega ortar, þar er notað
skáldamál og kenningar, yfirleitt af góðri þekkingu, og stundum er á
þeim nokkur blær dansvísna. Sums staðar er dýrt kveðið með innrími
(13., 18., 45., 46., 48. og 50. vísa). í vísunum merkjast glöggt nokkur
barokkeinkenni, t.d. í 18. vísu. Líklegt er að vísurnar hafi haft áhrif á
íslenskan kveðskap á síðari öldum, jafn þekktar og vinsælar og þær
hafa verið, t.d. á kveðskap Hallgríms Péturssonar og Jónasar Hall-
grímssonar. Þær hafa ekki komið út á prenti í heild svo vitað sé, en úr
því er reynt að bæta að nokkru hér á eftir.7
Það sem mestu máli skiptir hér er þó efni vísnanna. Það er úr Dis-
ciplina clericalis og spannar tvö ævintýri, ævintýri af hálfum vin (De
dimidio amico) og ævintýri af heilum vin (De integro amico). Utan
um þessi ævintýri er í Disciplina nokkurs konar rammi, þar sem faðir
á dánarbeði og sonur talast við. í fyrra ævintýrinu, af hálfum vin, er
faðirinn látinn leggja á ráðin um hvernig prófa skuli vini, en síðara
ævintýrið, af heilum vin, er hann látinn segja. í lok hvors ævintýris er
sonurinn látinn undrast viturleik föðurins eins og góður lærisveinn.
Þessi ævintýri eru bæði til í tveimur miðaldagerðum á íslensku,
annars vegar Ormsbókargerð og hins vegar í AM 657 fol.8 Þessir
íslensku miðaldatextar eru talsvert ólíkir enda mun vera um tvaer
sjálfstæðar þýðingar að ræða. í báðum er ramminn utan um ævintýr-
7 Einstakar vísur hafa birst úr kvæðinu á prenti, t.d. 1. og 50. vísa hjá Jóni Þorkels-
syni (1887), 48-49 og 18. vísa hjá Ólafi Davíðssyni (1894), 86. Þá hefur texti kvæða-
bókar úr Vigur, AM 148 8vo, verið ljósprentaður, Kvæðabók úr Vigur AM 148, 8vo.
(1955), en Vinavísur eru þar í fremur lakri gerð á bl. 53r-58v.
8 Islmdsk æventyri (1882), 164-168 (Ormsbók) og 286-291 (AM 657 fol).