Saga - 1992, Page 94
92
SVEINBJÖRN RAFNSSON
ur og texti Jóns Eggertssonar eigi sér líklega sameiginlega heimild
sem er endursögð með sínum hætti á hvorum stað.
Þá er að finna hver sú sameiginlega heimild muni vera. Hér á und-
an er látið að því liggja að Vinavísur séu ortar upp úr íslenskum mið-
aldatexta. Vitað er að Björn Jónsson á Skarðsá hafði Hauksbók undir
höndum og skrifaði upp úr henni mikið efni.14 Langlíklegast er að í
Vinavísum og texta Jóns sé endursagður texti úr Hauksbók. Meðan
ekki er vitað um aðra texta á íslensku úr Disciplina clericalis, fyrir
utan Ormsbók og AM 657 fol., koma raunar ekki aðrir textar til greina
en Hauksbók.
V. Áhrif Disciplina clericalis á íslenskar fornsögur
í íslenskum sagnaritum allt frá 12. öld má finna margt sem minnir á
frásagnir Disciplina clericalis. Það á ekki síst við um þætti Morkin-
skinnu. í íslendings þætti sögufróða í Morkinskinnu,* 1 er sviðsetn-
ingin þannig mjög lík og í ævintýrinu í Disciplina clericalis sem kall-
ast „De rege et fabulatore suo", í Ormsbókarþýðingunni „Frá kóngi
einum og sögusveini hans".2 Þó eru frásagnirnar ólíkar að öðru leyti.
Eins er um Sneglu-Halla þátt í Morkinskinnu og ekki síður í Flat-
eyjarbók.3 Þar er sviðsetning sem minnir á Disciplina clericalis þar sem
nefnt er „De tribus versificatoribus", í Ormsbókarþýðingunni „Versi-
ficator kom til eins kóngs og offraði honum vers sín" og „Af versifica-
tori ríkbornum" og „Versificator kom til kóngs eins af smám ættum"-4
Að vísu er margt ólíkt í frásögnunum, en sviðsetning og umtalsmáti
benda eindregið til tengsla eða áhrifa.
Ekki er að efa að Morkinskinnuþættirnir eru yngri og Disciplina
clericalis því ein af forsendum þeirra.
Árið 1890 birti sænski fræðimaðurinn Gustav Cederschiöld ritgerð
14 Sjá t.d. Skarðsárbók (1958), vii-viii. Jón Helgason (1960). Hér má geta þess að ævin-
týri úr Disciplina clericalis hefur verið notað sem uppistaða í kvæði sem kennt hef-
ur verið Páli Vídalín, „Um tófuna og refinn", sbr. Páll Vídalín (1897), 157-160-
Ævintýrið hefur verið í Ormsbók, „Frá vargi og refi", sbr. Islendsk æventyri (1882),
198-200, í frumgerðinni: De bobus lupo promissis a rustico vulpisque iudicio.
1 Morkinskinna (1932), 199-200.
2 Disciplina clericalis (1911), 17-18; Islendsk æventyri (1882), 180-181.
3 Morkinskinna (1932), 234-247; Flaleyjarbók III (1868), 415-428.
4 Disciplina clericalis (1911), 9; Islendsk æventyri (1882), 169-170.