Saga - 1992, Page 96
94
SVEINBJÖRN RAFNSSON
sinn gekk Arinbjörn til hans og spurði hvað til bar er hann var
svo ókátur. „En þótt þú," sagði hann, „hafir fengið skaða mik-
inn um bróður þinn þá er það karlmannlegt að berast slíkt vel
af. Skal maður eftir mann lifa, eða hvað kveður þú nú? Láttu
mig heyra það." Egill sagði að hann hafði það kveðið fyrir
skemmstu. . .
Pá fylgir vísa í sögunni og síðan segir:
Arinbjörn spurði hver kona sú væri er hann orti mansöng um,
„eða hefur þú fólgið nafn hennar í vísu þessi?"
Síðan kveður Egill aðra vísu og segir síðan:
„Hér mun vera," sagði Egill, „svo sem oft er mælt, að segjanda
er allt sínum vin. Ég mun segja þér það er þú spyr um hverja
konu ég yrkja, þar er Ásgerður frændkona þín."9
í ævintýrinu af heilum vin dvelst kaupmaðurinn frá Baldak hjá hinum
egypska vini sínum og verður hugsjúkur vegna konu sem hann þráir.
í einni af hinum íslensku gerðum ævintýrisins (AM 657 fol.) segir
Egyptinn:
„Gjör svo vel, minn kæri félagi, að þú lát þér eigi þungt sýnast
að prófa mig ef þér er nokkuð í mínu valdi er þinni heilsu
gagnist, og leyn mig eigi, ef nokkra grein ber þú yfir hvað þig
angrar." Kaupmaðurinn svarar: „Mér þykir fyrir að segja þér
mína sút, því að ég hygg ekki annað mitt mein, en ofurást til
konu nokkurrar er ég sá hér í gærkveld. . .10
Líkt og kaupmaðurinn frá Baldak hreppir konuna í ævintýrinu með
hjálp vinar síns hreppir Egill Ásgerði í sögunni með hjálp Arinbjarn-
ar. Síðan segir um Egil: „Var hann þá allkátur það er eftir var vetrar-
ins."* 11 í ævintýrinu segir: „Er þá og kaupmaður albættur."12
Síðar í Egils sögu Skallagrímssonar fær lýsingin á Agli og Arinbirni
aftur svip ævintýrisins af heilum vin. Það er þegar Arinbjörn segir við
9 Hér er fylgt delta-brotinu af Eglu, sjá Egils saga Skallagrímssonar (1886-188), 336.
Brotið er með Morkinskinnuhendi samkvæmt Finni Jónssyni og frá því upp úr
1300, sjá sama rit, xvii.
10 Islendsk æventyri (1882), 288, „. . . leyn mig eigi. . ." er ekki í Ormsbókartexta, sjá
sama rit, 166. Hins vegar hefur þetta atriði líklega verið í Hauksbók, sbr. 23. erindi
Vinavísna. Það er ekki í latnesku frumgerðinni.
11 Egils saga Skallagrímssonar (1886-1888), 337.
12 Islendsk æventyri (1882), 288-289. Latneska frumgerðin segir ekkert um þennan
bata sérstaklega og ekki heldur Ormsbókargerðin, sjá sama rit 167. „Firrtur öllum
móði" stendur í 27. erindi Vinavísna og er væntanlega endurómur úr Hauksbók.