Saga - 1992, Page 98
96
SVEINBJÖRN RAFNSSON
menningarsögulega stef verður auðvitað að skoða í víðara samfélags-
sögulegu samhengi. Ævintýri á borð við þau í Disciplina clericalis
hafa snemma borist til landsins. Pegar á 12. öld virðast ævintýrasögur
af því tagi meðal þess efnis sem fært er í rit og haft í sögur hjá
íslenskri yfirstétt klerklærðra höfðingja, sbr. Morkinskinnu. Á 13. öld
er þetta efni ekki síður vinsælt meðal íslenskrar höfðingjastéttar og
fylgiliðs hennar, og sögur eru sniðnar að frásagnarhætti ævintýra,
sbr. Eglu og Glúmu. Þegar kemur fram á 14. öld er hætt að laga ævin-
týraefnið með sama hætti og áður að íslenskum staðháttum og flétta
það inn í sögur af forfeðrum. Þá birtast okkur beinar þýðingar úr
Disciplina clericalis, sbr. Hauksbók og Ormsbók. En allt er það á veg-
um yfirstéttarinnar á íslandi, sýslumanna og sveina þeirra. í byrjun
17. aldar birtast ævintýri úr Disciplina clericalis í alveg nýjum bún-
ingi. Þá er þeim snúið í kvæði til söngs, og þannig virðist efni þeirra
breiðast út til lægri stétta samfélagsins, sbr. Vinavísur Björns á
Skarðsá og fleiri kvæði.
Excursus: „Magnus in exemplo est."
Eitthvert glæsilegasta latínukvæði frá tólftu öld er Alexanderskviða,
Alexandreis, kveðin af meistara Galterusi (Walter frá Chatillon). Alex-
anderskviðu var snúið á íslensku um miðja þrettándu öld eða fyrr
undir nafninu Alexanders saga. Það gerði hinn mikli lærdómsmaður
Brandur Jónsson, staðgengill Skálholtsbiskups (1238 og 1250-1254),
ábóti í Veri (1247-1262) og Hólabiskup (1263-1264).1
Margt hefur verið ritað um Alexanderskviðu og af miklum lær-
dómi. í kviðunni hefur athygli margra beinst að endurómi frá klass-
ískum ljóðskáldum í fornöld. Söguleg heimild kviðunnar er einkum
sagnarit Curtiusar um Aiexander tnikla.2 Fræðimenn hafa ekki orðið a
eitt sáttir um það hvenær meistari Galterus kvað kviðuna. í formála
1 Ástæðulaust er að ætla að Brandur hafi þýtt kviðuna á elliárum sínum þó að ein-
hverjar uppskriftir af þýðingunni kunni að hafa verið gerðar þá. Meðai nemenda
Brands voru Árni Þorláksson, síðar Skálholtsbiskup, Jörundur Þorsteinsson, síðar
Hólabiskup, og Runólfur Sigmundarson, síðar ábóti í Veri. Um Brand Jónsson sjá
Tryggvi Þórhalisson (1923).
2 Sjá einkum Christensen (1905), 212-215 (um söguheimildirnar) og 195-211 (uin
fornskáldin) og útgáfu Colkers, Calteri de Casteilione Alexandreis (1978), neðanmáls.