Saga - 1992, Page 129
AÐDRAGANDINN AÐ HERVERND ÍSLANDS 1941
127
Þetta verður að fordæmi sem mun gera öllum forsetum fært í
framtíðinni að koma því ástandi um kring sem neyða mun
þingið - án þess að sjálfstæður vilji þess eða færi á að skoða
málin sé fyrir hendi - til að lýsa yfir styrjöld, hversu gagnstæð
réttlætisvitund þess eða hugmyndum um hagkvæmni sem
slík styrjöld kann að vera.6
Calhoun var ekki einn um að andmæla gjörðum forsetans. Ungur
þingmaður frá Illinois lagði fyrir fulltrúadeildina fjölda „staðar-
ákvarðana" sem komu Polk forseta í vanda. Hann krafðist að fá að
vha á hvaða „stað" Mexíkó hefði brotið gegn fullveldi Bandaríkjanna.
A hvað „stað" hefur mexíkanskt herlið farið inn á bandarískt land-
svæði? Þessi þingmaður var enginn annar en Abraham Lincoln.
Sá forseti sem næstur notfærði sér kreppuástand á stríðstímum til
þess að auka það vald er fylgdi nafnbót yfirmanns hersins var enginn
annar en Lincoln sjálfur. Á fyrstu ellefu vikum bandaríska borgara-
stríðsins fullyrða gagnrýnendur hans að hann hafi í raun fellt stjórn-
arskrána úr gildi. Hann afnam ákvæði um „tryggingu gegn fangelsun
an dóms og laga" („habeas corpus"), fjölgaði í fastahernum og setti
Suðurríkin í herkví - allt án þess að þingið væri kallað saman.7 Rök
hans til réttlætingar svo öfgafullum aðgerðum voru heldur einföld.
Hann sagði að þetta væri líkt því að menn tækju eitthvert lyf, kannski
hægðalyf, þegar þeir væru veikir, þótt þeir mundu láta vera að taka
það þegar þeir væru heilir heilsu. Nokkur mál sem vörðuðu ákvarð-
anir Lincolns sem yfirmanns hersins í styrjöldinni komu fyrir hæsta-
rett. Lítilli furðu gegnir þótt úrskurðir gengju Lincoln í vil meðan á
styrjöldinni stóð. En þeir úrskurðir sem felldir voru eftir að stríðinu
lauk og hann látinn gengu gegn forsetaembættinu. En að öllu saman-
'ögðu stóð forsetavaldið styrkara á eftir.8
Þótt ræðustíllinn væri ólíkur, þá var það Woodrow Wilson, sem síð-
Ur en sv° hefur verið talinn hernaðarsinnaður forseti, en ekki Teddy
Roosevelt, sem oftast beitti hervaldi til þess að leysa pólitísk vanda-
Tilvitnun birt þannig í The History ofAmerican Wars e. T. Harry Williams, New York
‘981, bls. 155.
Sjá Lincoln and the Radicals e. T. Harry Williams, Madison, Wis., 1941, bls, 24 og
g ^ram' varðandi frásögn af andstöðu flokks Lincolns sjálfs.
já The Supreme Court and the Commanders-in-Cief e. Clinton Rossiter, Ithaca, 1951,
varðandi hæstaréttarmál þar sem reynir á hlutlæga umfjöllun um vald forsetans
sem A’ðsta yfirmanns hersins.