Saga - 1992, Page 169
HJÚSKAPUR OG HUGARFAR
167
Tafla 2. Umfang árstíðasveiflna hjónavígslna í Englandi 1540-1599 og
1800-1834, Svíþjóð 1749-1795 og 1856-1860, Danmörku 1755-1799
(sveitasóknir) og 1856-1860. Vísitala
England Svíþjóð Danmörk
1540-99 1800-34 1749-95 1856-60 1755-99 1856-60
39,4 14,1 44,8 41,5 43,3 34,4
Heimildir: (England) Wrigley and Schofield, The Population History of England, 300;
(Svíþjóð) Fáhræus, „Om förhállandet mellan de sárskilda mánaderna", 232;
(Danmörk) Johansen, Befolkningsudvikling og familiestruktur i det 18. árhundrede, 82;
Statistisk Tabelværk, 3. række, 2. bind, VII.
í töflu 2 vekur það athygli að Svíþjóð og Danmörk sýna enn um mið-
bik 19. aldar meiri árstíðasveiflur en England á síðari helmingi 16.
aldar. Eftirtektarvert er ennfremur að í Svíþjóð dró mjög hægt úr
þessum sveiflum á umræddu tímabili. í þessu sambandi væri fróðlegt
að vita hvernig þróunin gekk fyrir sig á íslandi. Hér eru það aðeins
prestsþjónustubækur sem geta varpað ljósi á málið frá miðri 18. öld
að telja eða frá því að færsla þeirra hófst að nokkru marki. Aðeins í
tveimur tilvikum ná varðveittar prestsþjónustubækur aftur til alda-
Wóta 1700 eða aftur á 17. öld, þ.e. fyrir Reykholt í Borgarfirði (frá
1664) og Möðruvallaklaustur í Hörgárdal (frá 1694).20 Aðeins þessi
síðarnefnda geymir samfelldar upplýsingar um hvað gerðist í þess-
um efnum hér á landi fyrir 1750. (Sjá aftanmálsgr. 14).
Til að bregða þótt ekki sé nema mjög daufri birtu á 18. öldina í heild
skulu hér sýndar (á mynd III) niðurstöður sem fengnar eru úr prests-
þjónustubókum fimm prestakalla: Möðruvallaklausturs nyrðra og
fjögurra prestakalla í Suður- og Vesturamti, þ.e. Eyvindarhóla undir
Eyjafjöllum, Mosfells í Grímsnesi, Hvalsness á Reykjanesi og Reyk-
holts í Borgarfirði.21
20 Skv. þeim skilningi sem var staðfestur með Iögum 1746 (sjá Loft Guttormsson,
>,Við rætur kirkjulegs regluveldis á íslandi", 48) telst Reykholtsbókin, „Kirkju- og
kaupmálabók Reykholtskirkju 1664-1788" (Þjskjs. Prestsþjónustubækur. VIII.
Borgarfj., 7. Reykholt (og Ás)), ekki eiginleg prestsþjónustubók, sjá hér aftar bls.
175-176.
21 Sjá aftanmálsgr. 5.