Saga - 1992, Page 173
HJÚSKAPUR OG HUGARFAR
171
það m.a. eftirtekt að sumarmánuðirnir júní-júlí, sem eru eftirsóttustu
hjónavígslumánuðir yfir landið í heild, ná ekki einu sinni mánaðar-
meðaltali.24 Desember/janúarhæðin stingur hér lika mjög í stúf við
landsmeðaltalið. Meiri athygli vekur þó Nordlandfylki; því ólíkt með-
altalinu fyrir Noreg, sem svipar að þessu leyti ekkert meir til íslands
en Danmörk og Svíþjóð (sbr. töflu 1), er áberandi sterkur svipur með
hjónavígslusniðinu í Nordland og á íslandi, sbr. mynd V.
Hér er ekki ætlunin að reyna að grafast fyrir um hvaða ástæður kunni
að liggja til þess að þessum tveimur norðlægu landsvæðum svipar
svo mjög saman. Aðeins skal bent á að meðal hinna sjö prófastsdæma
í Nordland eru dæmigerðar sjósóknarbyggðir eins og Lofoten og
Vesterálen (auk Helgeland og Salten). í inngangi að norsku hag-
skýrslunum er líka bent á að það hversu fátt sé um hjónavígslur í
Tromsostifti í febrúar, mars og apríl megi rekja til þess
. . . at Folkets Tid da er optaget af de store Vaartorskfiskerier.
Det samme Phænomen kan paapeges for de fleste Distrikter,
der i nogen betydelig Grad deltage i Vaartorskfiskerierne i
Romsdals Amt, samt Vaarsildefiskerierne i Stavanger Amt. . .
Særegent for de fleste af de foran nævnte Fiskedistrikter er
det, at Indgaaelsen af Ægteskaber i mærkelig Grad er concen-
treret paa enkelte Maaneder. . . I de fortinsvis agerbrugende
Distrikter stiftes de fleste Ægteskaber i Vintermaanederne
December, November og Januar. . ,25
Þessi skýring byggist á þeirri meginforsendu að annir í atvinnulífi
hvers héraðs ráði mestu um sveiflur í hjónavígslum yfir árið og
hversu hátt þær séu líklegar til að rísa. Skýringin sýnist óneitanlega
duga vel til að gera grein fyrir muninum á norsku fylkjunum tveimur
innbyrðis (sbr. mynd IV). Þó er ástæða til að draga alhæfingargildi
hennar í efa,26 m.a. með hliðsjón af íslensku gögnunum frá miðbiki
19. aldar. Þannig væri villandi að eigna íslandi sem heild þau ein-
kenni sjósóknarbyggða sem norsku hagskýrslumennirnir fundu stað
á vissum svæðum vestanfjalls í Noregi.27 Að þessu atriði verður vikið
nánar síðar.
24 Hvaða áhrif tímasetningin gat haft á brúðkaupsveisluhaldið ræða Hodne et al.,
Der stod seg et bryllup, 84-86.
25 NOS.
26 Sjá t.d. Hodne, „Folkeminnevitenskap og lokalhistorie", 178-180, 185-187.
27 Um mismun sjávar- og uppsveitarbyggða í lýðfræðilegu tilliti fjallar Gísli Ágúst
Gunnlaugsson, Family and Household in Iceland 1801-1930,53-89,119-137. - Sjá aft-
anmálsgr. 7.