Saga - 1992, Page 176
174
LOFTUR GUTTORMSSON
skyldi aftur á móti verða opinber og hálf-trúarleg athöfn.31 Þetta var
lögfest í Danmörku 1582 með hjúskapartilskipun Friðriks 2. sem tók
gildi á íslandi í lítt breyttri mynd fimm árum síðar.32 Hér var kveðið
svo á að:
engin trúlofun skal ske eftir þennan dag utan presturinn sé þar
viðstaddur og að minnsta kosti fimm önnur vitni. Eigi skal
þeim heldur leyfast sem réttilega hafa trúlofast til samans að
samrekkja hvort með öðru fyrr en þau eru saman vígð og gefin
til samans í kristilegri kirkju.33
í millitíðinni átti að lýsa með hjónaefnum þrjá sunnudaga í röð af
prédikunarstólnum.34 Pað er svo aftur athyglisvert að tilskipunin til-
tók ekki hve langur tími mætti líða lengst milli trúlofunar og hjóna-
vígslu.
Hér á landi var það verk píetistans Ludvigs Harboes að fá lögfesta
slíka hámarkstímalengd. Petta gerðist með „Tilskipan um eitt og ann-
að í hjónabands sökum og móti lauslæti, með fleira, á íslandi" árið
1746.35 Hér var ákveðið að þrjá sunnudaga í röð, að undangenginni
trúlofun, skyldi lýsast af prédikunarstólnum með þeim sem hygðust
ganga í hjónaband. Næsta sunnudag eftir þriðju lýsingu átti vígsla
hinna trúlofuðu svo að fara fram í kirkju.
Að því er best verður séð var það fyrst 1783, með tilskipun um trú-
lofanir, að svipuð ákvæði tóku gildi í Danmörku og Noregi.36 Pau
voru reyndar öllu rýmri en hin íslensku frá 1746 að því leyti að hjóna-
vígsla mátti dragast í allt að fimm vikur frá þeim sunnudegi að telja er
þriðja og síðasta lýsing hafði átt sér stað. Petta þýðir að heimilt var að
láta allt að tvo mánuði líða milli trúlofunar og giftingar. Pá var og
ítrekað hið gamla ákvæði frá 1582/1587 þess efnis að hin trúlofuðu
31 Sjá Björn Björnsson, The Lutheran Doctrine of Marriage in Modern Icelandic Society,
41-70.
32 „Ordinants, hvorledes udi Ægteskabssager paa Island dömmes skal", Lovsamling
for lsland 1, bls. 113-124. Tilskipunin var gefin út í íslenskri þýðingu, Hionabands
Articular, Hólum 1635.
33 Hionabands Articular, A III. - Hér og á nokkrum öðrum stöðum í þessari ritgerð,
þar sem vitnað er beint í gamla texta, prentaða eða óprentaða, eru stafsetning og
greinarmerkjasetning færð í nútímahorf.
34 Ibid., A II.
35 Alþingisbækur íslands 13, bls. 557-562. - Sjá aftanmálsgr. 10.
36 Lovsamling 4, bls. 680-682. - Svo er að skilja að þessi tilskipun hafi jafnframt tekið
til íslands, sjá [Magnús Stephensenj „Nockur þegnskyldu-sekta- og onnur lagaút-
gjold og tekjur", 146-147.