Saga - 1992, Page 177
HJÚSKAPUR OG HUGARFAR
175
mættu ekki „flytte til hinanden og boe under Tag sammen ..." áður
en brúðkaup hefði farið fram; ella yrði þeim straffað eins og um „for
tidlig Sammenleie" hefði verið að ræða.37
ítrekun bannsins við samlífi trúlofaðra ber án efa vitni um að ekki
hafi verið tekið mikið mark á því. Svo er að sjá sem yfirvöldum hafi
allan þennan tíma orðið lítt ágengt í þeirri viðleitni að breyta viðhorfi
almennings til trúlofunarinnar. Fólk hneigðist einatt til að leggja hina
síðarnefndu að jöfnu við festar sem í kaþólskum sið höfðu verið nán-
ast ígildi hjúskaparstofnunar.38 Hvað Noreg áhrærir, þá sýndi Eilert
Sundt fram á það um miðbik 19. aldar að alþýða manna áleit trúlofun
marka upphaf reglulegs hjúskapar.39 Og Stále Dyrvik komst að því
með rannsókn sinni á Etne-prestakalli í Noregi vestanfjalls að á 18.
öld gekk trúlofunin fyrir sig „i sá hogtidelege og bindande former, at
skilnaden til bryllaupet og det lovformelege ekteskapet vart meir eller
mindre utviska."40
Björn Björnsson prófessor hefur sýnt fram á að þessi skilningur á
trúlofuninni var á sama tíma ríkjandi á íslandi.41 Að sínu leyti stað-
festir elsta varðveitta „prestsþjónustubók" landsins, þ.e. „Kirkju- og
kaupmálabók Reykholtskirkju 1664-1788", þessa niðurstöðu.42 Hér
hefur séra Halldór Jónsson skráð skírnir og greftranir sóknarbarna
sinna frá 1664 til miðs árs 1693. Aftur á móti eru hjónavígslur í fæst-
um tilvikum skráðar á þessu tímabili en jafnan kaupmáli og trúlofun-
argjörningur hjónaefna.43 Fyrst getur nafna hjónaefna og giftingar-
manna þeirra og síðan eru tíunduð ákvæði kaupmála. Því næst er
einatt tekið svo til orða að eftir handsal allra hlutaðeigandi hafi nefnd-
ur karlmaður „keypt"/„gengið til kaups" við festarmey eða festar-
stúlku sína eftir löglegri siðvenju eða ordinatsíunni með fyrirsögn/
37 Lovsamling 4, bls. 681-682; sjá ennfr. Björn Björnsson, The Lutheran Doctrine ofMar-
riage, 68.
38 Sjá aftanmálsgr. 11.
39 Sundt, Om giftermiíi i Norge, 235-237; sjá ennfr. Hodne, „Folkeminnevitenskap og
lokalhistorie", 180-185.
40 Tilvitnun í Dyrvik hjá Robberstad, „Trulovingsborns rett i Noreg fyre 1854", 12-
13.
41 Bjöm Björnsson, The Lutheran Doctrine of Marriage, 69-72.
42 Þjskjs. Prestsþjónustubækur. Prestsþjónustubók Reykholts, Borg., 1664-1788.
Elsti hluti bókarinnar hefur varðveist í uppskrift sonar Halldórs Jónssonar, sr.
Hannesar, sem þjónaði Reykholti fyrst sem aðstoðarprestur föður síns frá 1692 en
fékk prestakallið 1704.
43 Sjá aftanmálsgr. 12.