Saga - 1992, Page 185
HJÚSKAPUR OG HUGARFAR
183
Þegar litið er á hvernig fæðingar dreifast í öðrum grannlöndum,
fæst frekari staðfesting á sérstöðu íslands að þessu leyti. Flestar skírn-
ir alias fæðingar í Englandi á 18. öld komu á hina sömu síðvetrarmán-
uði og í dönskum sveitumT2 Eins voru febrúar og mars þeir mánuðir
sem skiluðu flestum fæðingum í Noregi og Svíþjóð á 18. og 19. öld
þótt september (í Svíþjóð) og október (í Noregi) tækju jafnframt þátt
1 „kapphlaupinu".33 Þessar staðreyndir undirstrika enn frekar hve
árstíðadreifing fæðinga var sérstæð á lslandi. Hér er ekki staður til að
ræða frekar hvað ráðið hafi mestu um þessa sérstöðu, en fljótt á litið
virðist hún standa í ákveðnu sambandi við hið einkennilega íslenska
hjónavígslumynstur sem hér hefur verið sýnt fram á.54
Að framan hefur oftast verið fjallað um hjónavígslur sem eina
óskipta heild burtséð frá því hvort um fyrsta, annað eða þriðja hjóna-
band væri að ræða. Nú getur verið eftirsóknarvert að greina hjóna-
bönd sundur eftir slíkri röð, einkum þegar reynt er að leita skýringa á
árstíðasveiflum. Pannig hefur lýðfræðingurinn John Knodel bent á að
. . . marriages in which at least one of the couple is remarrying
should conform less to the preferred seasonal pattern than
would primary marriages. Presumably the partner who would
be remarrying might be under considerable economic pressure
to re-establish a conjugal unit so as to effectively function soci-
ally and economically within the community.55
Af þessu mætti ætla að hjónabönd, sem stofnað var til í fyrsta sinn,
sýndu að jafnaði meiri árstíðasveiflur en hin sem stofnað var til í ann-
að eða þriðja sinn. Getnaður fyrir hjónaband ætti að leiða til sömu
niðurstöðu þar sem ætla má að ósk foreldranna um að löghelga sam-
bandið hafi orðið yfirsterkari tilhneigingu þeirra til að varast hjóna-
vígslu á vissum tímum ársins eða láta vígsluna fara fram á þeim tím-
um sem hefðin mælti frekast með. Tafla 8 sýnir hvaða áhrif þessir
52 Wrigley and Schofield, The Population History of England, 288. - Hér vandast reynd-
ar samanburður vegna þess að algengt var orðið á 18. öld að meira en mánuður liði
milli fæðingar og skírnar, sjá Berry and Schofield, „Age at Baptism in Preindustrial
England", 455-458.
53 Fáhræus, „Om förhállandet mellan de sárskilda mánaderna", 233; NOS C. NO. 1.
54 Með þessu er gefið í skyn að tengsl milli árstíðasveiflna hjónavígslna og fæðinga
fyrr á tíð kunni að vera nánari en margir fræðimenn hafa talið, sjá Lam and Miron,
The Seasonality of Births in Human Populations, 19-20.
55 Knodel, Demographic behavior in the past, 148. - Sjá ennfr. Kussmaul, A general view
°f the rural economy of England, 41-42.