Saga - 1992, Side 190
188
LOFTUR GUTTORMSSON
arsyni sínum og væntanlegum erfingja, að hann festi ráð sitt, og hann
tekið því vel, segir hún:
Svá hefi ek helzt ætlat, at boð þitt muni vera at áliðnu sumri
þessu, því at þá er auðveldast at afla allra tilfanga, því at þat er
nær minni ætlan, at vinir várir muni þá mjok fjolmenna
hingat. . ,63
Tilgáta mín er sú að forfeður okkar á tímabilinu 1750-1860 hafi í vax-
andi mæli farið að binda brúðkaup við haustmánuðina af svipuðum
ástæðum og lýsa sér í ofangreindum orðum Unnar djúpúðgu;64 „að
áliðnu sumri", eftir slátt, sláturtíð og kaupstaðarferð, var óneitanlega
hentugasti tími ársins til að efna í það sem heyrði um miðja 19. öld til
skikkanlegrar brúðkaupsveislu: bankabyggsgraut, steik og hangikjöt,
lummur og brennivín.65 Vitaskuld var það engin nýlunda að afla
þyrfti fanga til brúðkaups en ýmislegt bendir til þess að á 19. öld hafi
brúðkaupsveislur orðið almennari en gerðist fyrir miðja 18. öld. Um
leið er líklegt að aðgangur að „tilföngum" hafi farið að ráða meiru um
tímasetningu hjónavígslunnar og gildi veislunnar sem tiltölulega
almennrar skemmtunar og félagslegs viðburðar í hverju staðfélagi hafi
vaxið.66
Hér er ekki staður til að rökræða þessa tilgátu sem vert væri. Verður
að duga að benda á fáein atriði henni til stuðnings. Sem vænta má eru
forskriftir og frásagnir þær sem varðveittar eru af brúðkaupsveislum
frá því fyrir 1700 bundnar við hefðar- og ríkisfólk í efsta lagi samfé-
lagsins. Eftir þessum lýsingum að dæma voru þær fjölmennar mjög
og viðhafnarmiklar og stóðu dögum saman. Munu þær oft hafa farið
fram á kirkjustöðum.67 En um 1700 mun þessum viðhafnarmiklu og
63 Laxdæla saga, 11. - Skv. gamla tímatalinu, þar sem árið skiptist í tvo jafna heim-
inga, sumar og vetur, gæti „að áliðnu sumri" sem hægast merkt september!
64 Hér má minna á þær ástæður sem Jónas frá Hrafnagili tilfærir fyrir því að miklu
tíðara hafi verið að „hjón giftust á haustin en á vorin . . . annríki var þá minna og
miklu auðveldara að afla sér veizlufanga." Qónas Jónasson, íslenzkir þjóðhættir,
296).
65 lbid., 89-93, 291-292; Þorkell Bjarnason, „Fyrir 40 árum", 238-239.
66 Um gildi brúðkaupsveislunnar að þessu leyti vitna margar þjóðlífslýsingar og
sjálfsævisögur frá 19. öld, sjá t.d. Hallgrím Hallgrímsson, „Sveitalíf á Islandi",
199-200; Eirík Eiríksson, „Lifnaðarhættir Skagfirðinga á 19. öld", 87-89; [Jón Jóns-
son frá Vogum] Jóns saga Jónssonar, 37, 51, 61, 65.
67 Sæmundur Eyjólfsson, „Um minni í brúðkaupsveizlum og helstu brúðkaupssiði",
101-103. Sjá aftanmálsgr. 18.