Saga - 1992, Page 192
190
LOFTUR GUTTORMSSON
af yfirvöldum hér á landi um aldamótin 1800.73 Tilhaldið kringum
trúlofun mun þannig í ýmsum tilvikum hafa dregið úr því tilefni til
veisluhalds sem sjálf hjónavígslan markaði ótvírætt á 19. öld.
í þessu efni sem öðrum verður vitaskuld að fara varlega í að draga
ályktanir af þögn heimilda; en skv. frásögnum í æviminningum og
sjálfsævisögum frá 19. öld er ekki um að villast að hjónavígslur þóttu
þá sjálfgefið og eindregið tilefni til veisluhalds.76 Vettvangur þeirra
var þá heimilið í víðum skilningi, stofur þar sem þær voru nægilega
rúmgóðar en þó líklega oftar hlöður eða skemmur sem voru stundum
„tjaldaðar undir bitum . . . með áklæðum . . ,".77
Á 19. öld var festarölið úr sögunni og brúðkaupsveislan var þá orð-
in ótvíræður miðdepill hjúskaparstofnunarinnar. Um leið og veislan
færðist af hinu mjög svo opinbera sviði kirkjustaðarins inn á „heimil-
ið", gerðist hún alþýðlegri í eðli sínu. Með hverjum nýjurn brúðhjón-
um sem bættust í hópinn var hér með samneyslu í góðum mat og
drykk treyst samheldni ættingja og sveitunga. Til þess hentuðu
haustmánuðir öllum öðrum árstíðum betur.
Aftanmálsgreinar
1 Kirkjuþingið í Trento, sem staðfesti gagnsiðbót kaþólsku kirkjunnar, linaði bönn
miðaldakirkjunnar í þessu efni en klerkdómurinn t.d. í Frakklandi sýndi sig hér
kröfuharðari og strangari en kirkjuþingssamþykktir gáfu tilefni til, sjá Bardet og
Gouesse, „Calendrier des mariages á Rouen", 72-74. Fiöf. bæta því við að í tímans
rás hafi tilgreindar ástæður fyrir þessu banni verið „d'ordre eucharistique (sacrali-
ser la messe) et pénitentiel (faire respecter l'abstinence). L'historien est tenté d'y
percevoir, sous-jacent, l'interdit sexuel" (bls. 74). Af sömu rótum voru runnin
bönnin við kynmökum hjóna á vissum árstímum og vikudögum, sjá Flandrin, Un
temps pour embrasser, 8-127.
2 Aðventa hófst með aðventusunnudegi sem gat eftir atvikum borið upp á dagana
frá 27. nóvember til 3. desember: ef jóladag bar upp á sunnudag, töldust koma 28
forboðnir dagar á undan honum en bæri jóladag upp á mánudag töldust þeir að-
eins 22, sjá Caffyn, „Marriage in the 'Prohibited Periods'", 167, 173. - Auk hinna
75 Sjá [Magnús Stephensen] „Nockur þegnskyldu-sekta og onnur laga-utgjold og
tekjur", 146.
76 Sjá aftanmálsgr. 20.
77 Sigurður Pétursson, „Brúðkaupsveizlur í Skagafirði um 1850", 221.