Saga - 1992, Page 193
HJÚSKAPUR OG HUGARFAR
191
þriggja „forboðnu" tímabila hvíldi jafnaðarlega bann á föstudegi og sunnudegi, að
viðbættum fjölmörgum helgidögum sem fasta var undanfari að, sbr. áður tilvitnað
orðalag í kristinrétti Árna biskups: . þann dag eður nátt sem um morgunin eft-
ir er heilagt eður fastað." (Jus Ecclesiasticum Novum, 138). Pannig var, strangt tiltek-
ið, meira en helmingur ársins undanþeginn brúðkaupshaldi, sjá Bardet og
Gouesse, „Calendrier des mariages á Rouen", 73.
3 Siðbreytingin í Englandi kippti grunni undan hinum „forboðnu" tímabilum. Árið
1575 var biskupum uppálagt að birta í öllum sóknarkirkjum auglýsingu þess efnis
að „marriage may be solemnized at all times of the year." (Burn, The Ecclesiastic
Law, vol. 2, 467). Þrátt fyrir þetta héldu kirkjunnar þjónar áfram að gefa gegn
gjaldi út bréf er leystu menn undan því að virða hin forboðnu tímabil, sjá ibid.,
467-468.
4 (Ile-de-France 1740-1792 er vísitalan fyrir janúar 152 og 178 fyrir febrúar; Kanada
1700-1730 sýnir vísitöluna 167 fyrir janúar og 186 fyrir febrúar, sjá Wells, „Marri-
age Seasonals in Early America", 301.
5 Þessi fimm prestaköll mynda uppistöðu í fjölskylduendurgerðarrannsókn sem ég
hef unnið að alllengi. Rétt er að taka fram að hjónavígslur eru fyrst skráðar í
Eyvindarhólaprestakalli frá 1785 að telja; og í hinni eiginlegu prestsþjónustubók
Reykholts, sem hefst 1732 (sjá nánar aftanmálsgr. 12), getur aðeins fram til 1785,
hvað hjónavígslur áhrærir, um nöfn brúðhjóna og vígsluár.
6 I „Kirkju- og kaupmálabók Reykholtskirkju" eru skrásettar með dagsetningu 42
hjónavígslur á tímabilinu 1682-1720. Pótt þær sýni dreifingarsnið sem er harla
ólíkt Möðruvallaklaustri (flestar hjónavígslur koma á júlí og ágústmánuð en októ-
ber og nóvember telja aftur á móti ekki fleiri vígslur en desember og janúar), reyn-
ist umfang árstíðasveiflnanna ekki ósvipað í báðum prestaköllunum.
7 Á umræddu tímabili koma ekki fyrir nægilega margar hjónavígslur í prestaköllun-
um fjórum sunnanlands og vestan til þess að mikið sé byggjandi á samanburði
þeirra innbyrðis. Þó er athyglisvert að sjávarbyggðin Hvalsnes telur hlutfallslega
miklu fleiri vígslur í mánuðunum febrúar-apríl (eða 15%) heldur en uppsveita-
prestaköllin Reykholt og Mosfell (1,5%). Svo Iangt sem þessi samanburður nær
bendir hann til þess að vetrarvertíð hafi latt til hjónavígslna í „uppsveitum", það-
an sem margt karla fór í verið, fremur en f sjálfum sjávarbyggðunum, sjá nánar
aftanmálsgr. 17.
8 Sauðburður hófst í 4. viku sumars (9.-15. maí) en fráfærur voru í 10. viku sumars,
upp úr Jónsmessu, sjá Jónas Jónasson, Islenzkir þjóðhættir, 56-60. -1 byggðarsögu-
rannsókn sinni á Etne-prestakalli (í nánd við Björgvin), þar sem júni og júlí reynd-
ust (í samræmi við landsmeðaltalið) vera eftirsóttasti giftingartíminn, rekur Stále
Dyrvik eftirfarandi ástæður eftir gömlu fólki: „Gardsfolket hadde arbeidsfri
mellom onnene, veret var mildt og dagane lange, uthusa stod tomme og kunne
nyttast til festen, og kyrne mjolka att efter vinteren." (Dyrvik, „Om giftarmál og
sosiale normer", 286-287)
9 Kristinréttur Áma biskups 1275 hafði reyndar markað mikilvægt skref í þessa átt
með því að ákveða að „þau sem lögliga vilja saman bindast, skulu lýsa láta áður
band fullgerist sóknarpresta sína opinberlega i kirkju þrjá sunnudaga. . (Jus
Ecclesiasticum Novum, 108). - Sjá ennfr. Björn Björnsson, The Lutheran Doctrine of
Marriage, 43-44.
10 I inngangi er lagasetningin rökstudd með því m.a. að komið hafi á daginn að á Is-
landi viðgangist í hjónabandsefnum „aðskiljanleg misbrúkan, að nokkru leyti þar
fyrir, að sumar persónur, sem vilja innganga hjónabandið, láti ekki lýsa með sér af