Saga - 1992, Blaðsíða 194
192
LOFTUR GUTTORMSSON
prédikunarstólnum eftir lögunum, að öðru leyti, þar eð sumir eftir trúlofun slá
lengi brullaupi á frest. . .". (Alþingisbækur Islands 13, bls. 557).
11 1 þessu sambandi er vert að benda á tvö atriði í hinni nýju kristinréttarlöggjöf
síðmiðalda, annars vegar Jóns erkibiskups rauða í Niðarósi og hins vegar Árna
biskups Þorlákssonar - atriði sem ætla má að hafi stuðlað að því að viðhalda þeim
skilningi að festar grundvölluðu lögmætan hjúskap milli aðila: 1) Skv. ákvæðum í
kristinrétti Árna biskups um festar skyldi festarmaður mæla þessi orð í votta
viðurvist: „Eg festi þig mér til eiginnar konu eftir guðs lögum . . . ertu mín lögleg
eiginkona héðan af." (Jus Ecclesiasticum Novum, 10); 2) í kristinrétti Jóns erkibisk-
ups segir að „festarkonu börn eru lögleg allskostar þó að eigi sé brúðlaup
gert. . .". (Norges gamle Love 2, bls. 372). Varðandi innbyrðis tengsl umræddra
lagabálka sjá Magnús Stefánsson, „Frá goðakirkju til biskupakirkju", 120-122,
150-154.
12 Á umræddu tímabili (1664-1693) er hjónavígsla ekki skráð formlega með dagsetn-
ingu nema hjá tíu brúðhjónum (skráðir trúlofunargjörningar nema aftur á móti
61). Fyrsti vísir að slíkri skráningu kemur fram 1671 þar sem þess er getið, í fram-
haldi af „gjörningi og hjónabandsundirbúningi" í október, að hjónaefni hafi að
afstöðnum lýsingum „i heilagri kirkju staðfest fullkomlega sinn ektaskap i Guðs
trausti. . ." en engin dagsetning fylgir. Hjónavígsla með dagsetningu er hér skráð
í fyrsta skipti 1681. (Sjá annars aftanmálsgr. 14).
13 Fyrir utan kaupmála er athöfnin, eins og áður segir, kennd ýmist við „trúlofunar-
gjörning", „ektaskapartrúlofun", „hjónabandsgjörning" eða „hjónabandsundir-
búning". Ljóst er að þessi athöfn hefur farið fram ýmist í sóknarkirkju eða á heim-
ili (brúðar), oftast í maí og nóvember, en ævinlega að fyrirsögn eða formála sókn-
arprests. - Finnur Jónsson frá Kjörseyri rekur dæmi um viðlíka „festarsamning"
sem gerður var í Strandasýslu 1775, sjá Þjóðliættir og ævisögurfrá 19. öld, 331-333.
14 í Reykholtsbókinni gömlu (1664-1788) er fyrst farið að skrá hjónavígslur reglulega
frá 1703 að telja, þ.e. um það leyti sem sr. Hannes tók við prestakallinu af föður
sínum. 1 áðurnefndri prestsþjónustubók Möðruvallaklausturs eru hjónavígslur að
sönnu færðar ásamt trúlofun með nákvæmri dagsetningu á hinn sama skammyrta
hátt og skírnir og greftranir; en margt í orðalagi tengist þeirri hefð kaupmála og
festa sem Reykholtsbókin speglar svo vel. Pótt oftast sé talað um að hjónaefni hafi
trúlofast, segir einnig framan af að þau hafi „keypt". Um hjónavígsluna sjálfa er
framan af stundum haft sagnorðið „fastnaði" eða tiltekinn karl „festi" konuna eða
öfugt. Fyrir kemur einnig um hin tvö nafngreindu: „samanvígðust" eða „komu
saman". Dæmi: „1696. 1. Júni. Rafn Þorkelsson og Ólöf Jónsdóttir komu saman.
Áður keypt um haustið á Stærra Árskógi, hvar og trúlofunin fram fór á Michaels-
messu 1695". Eftir 1703 verður algengast um vígslu hjónaefna orðalagið „full-
gjörðu"/„fullgjörðust þau hjón" eða þau „fullgjörðu sitt hjónaband". (Þjskjs.
Prestsþjónustubækur. XVIII. Eyjafj. 7. Prestsþjónustubók Möðruvallaklausturs
1694-1784). En allt frá upphafi er trúlofun skráð jafnskilvíslega og hjónavígsla.
15 Þá staðreynd að desember yfirtók á sínum tíma af október sætið sem eftirsóttasti
vígslumánuðurinn í Svíþjóð (sbr. t. 1) vill Fáhræus skýra m.a. með því að vinnu-
hjúaskildagi var færður aftur frá Mikaelsmessu til fyrsta vetrardags (24. október).
- í Englandi voru „fardagar" ekki jafn fastbundnir í tíma „but most leases fell in
after the harvest." (Kussmaul, A general view of the rural economy of England, 22).
16 Annir, nánar tiltekið vorannir, má nota til að skýra tímamuninn sem fram kemur
milli „ársumartoppsins" á Islandi annars vegar og í sunnanverðum Noregi og
Danmörku hins vegar (apríl og maí), sbr. töflu 1 og mynd IV. Þessi tímamunur