Saga - 1992, Page 195
HJÚSKAPUR OG HUGARFAR
193
speglar þá staðreynd að vorannir í akuryrkjusamfélagi (einkum tengdar plægingu
og sáningu) voru að jafnaði mun fyrr á ferðinni en í sauðfjárræktarsamfélagi (þar
sem þær snerust mest um vallarvinnslu og sauðburð). Eftir vorannir gafst bæði
tóm og sérstakt tækifæri til veisluhalds. Vera má að hér gæti líka í einhverju áhrifa
vetrarvertíöar, sbr. aftanmálsgr. 17.
17 Sjá Lúðvík Kristjánsson, íslenzkir sjávarhættir 2, bls. 367-370, 381-382; Kristleif
Þorsteinsson, Úr byggðum Borgarfjarðar 2, bls. 12-16, 226-228; Eirík Eiríksson,
„Lifnaðarhættir Skagfirðinga á 19. öld", 68-70. - Þótt verstöðvarnar á Suðurnesj-
um og Snæfellsnesi skipti mestu máli í þessu sambandi, ber þess að gæta að
útræði var stundað allt umhverfis landið og hafði hvert svæði sína sérstöku ver-
tíða- og sjósóknarskipan. í Isafjarðarsýslu var þannig aðalvertíðin um 1800 frá
miðjum apríl til miðs júlí og við Austurland var aðalveiðitíminn frá því í júní og til
loka október, sjá Lúðvík Kristjánsson, tslenzkir sjávarhættir 2, bls. 371-378. Vel má
hugsa sér að áhrifa sjósóknar á tímasetningu hjónavígslna og brúðkaups hafi gætt
mest á þeim svæðum sunnan- og norðvestanlands þaðan sem vetrarvertíð syðra
dró til sín fjölda karla á „giftingaraldri". Þessa tilgátu mætti raunar prófa með því
að bera prestaköll eins og Reykholt og Mosfell í Grímsnesi saman við tiltekin
prestaköll vestanlands og austan.
18 Sr. Jón Steingrímsson greinir frá því að 90 manns hafi verið „borðsitjandi" á
Reynistað í Skagafirði í brúðkaupsveislu hans og Þórunnar, dóttur Hannesar
Schevings sýslumanns, og hafi samkvæmið staðið í hálfan mánuð! (Æfisagan og
önnur rit, 102-113, 248). - Vegna málareksturs sem fylgdi á eftir er vitað að í októ-
ber 1815 hélt bóndi nokkur, sem hafði umsjón með kirkjunni á Silfrastöðum í
Skagafirði, „brennivínsveislu" í kirkjunni við brúðkaup sitt. 1 samtíma greinar-
gerð prófastsins segir: „í margt ár hefur engin veizia haldin verið í Silfrastaða-
kirkju, en vegna húsrúmsleysis á staðnum og margra óhæginda var út úr vand-
ræðum gripið til þessa ráðs. . .". (Geir Vídalín biskup til Bjarna Þorsteinssonar
7.5. 1816. Geir biskup góði i vinarbréfum, 140; sjá ennfr. bls. 138 og 143).
1® í tilv. grein rekur Lýður Björnsson hvernig hinn „upplýsti" amtmaður Stefán
Thorarensen beitti sér upp úr 1790 fyrir því að stjórnvöld legðu bann við því að
fjöldi boðsgesta í venjulegum brúðkaupsveislum færi yfir sextán - ákvæði sem
hafði verið lögfest í Danmörku og Noregi 1783. Jafnframt vildi amtmaður láta
banna neyslu brennivíns og skonroks í slíkum veislum. f rökstuðningi amtmanns
koma fram merkilegar upplýsingar um brúðkaupsveisluhald bændafólks, sbr.
umfjöllun hér á eftir.
20 Sjá t.d. Hjálmar Jónsson, „Ágrip af lífssögu og háttum Höskuldar Jónssonar", 162;
Miimingabók Magnúsar Friðrikssonar, 11; Gísla Jónsson, Frá foreldrum mínum, 58-59;
„Brúðkaup fyrir 60 árum. Minningar Ólafs Þorsteinssonar frá Kambshóli". Borg-
f'rzk blanda 1, bls. 48-49. Fyrsta heimild greinir frá brúðkaupi Höskuldar (f. 1794)
a<l haustlagi í Héðinsfirði (veislustaður ekki tilgreindur nánar); þessi fátæki
rnaður, sem verið hafði aflasæll „um vorið", var með 100 gesti í veislunni. Önnur
heimild segir frá brúðkaupi móður sögumanns (þriðja hjónaband) er fram fór í
sept. 1875 á baðstofuloftinu á heimili hennar, Lækjarskógi í Hvammshreppi, Dala-
sýslu, með þátttöku 30 manna (í sæti). Þriðja heimild greinir frá brúðkaupi for-
eldra sögumanns í des. 1879 í Bessastaðakirkju; óvíst er hvar veislan var haldin en
hins getið að gestir hafi fyllt hundraðið. Fjórða heimild skýrir svo frá brúðkaupi
bónda (annað hjónaband) í Grafardal, Borgarfjarðarsýslu, í júní 1891; það fór fram
1 blöðu (ótjaldaðir veggir), veislugestir um 30.
13
'SAGA