Saga - 1992, Page 200
198
LÚÐVlK KRISTJÁNSSON
kali, sem þá varð milli Jónanna, kemur t.d. skýrt fram í bréfum rit-
stjórans, þegar hann svarar aðfinnslum forseta:
En eg er sem sagt klaufi og hálfónýtur, þegar eg hef ekki aðra
mér betri með mér til að styðjast við. Þessu máttu ekki gleyma,
hvorki þegar þú ferð að dæma mig og heldur ekki, ef þú skyld-
ir nokkru sinni ætla upp á mig. En að eg hafi brugðist flokki
mínum hingað til fyrir ávinningssakir eða af von þar um, held
eg enginn geti sagt með sanni og heldur ekki sakir hræðslu og
þvf síður smjaðurs við neinn mann. Annað mál er það, að eg
gerði víst réttast að draga mig frá þessu öllu nú strax, meðan
tími er til, fyrst hvorirtveggja fara að hafa heldur ímugust á
mér, bæði stjórnarmennirnir og þeir líka, sem eg hef viljað
fylgja2
Og enn segir Jón ritstjóri:
Eg á reyndar óþakkað bréf þitt með kornskipinu í janúar, sem
hér kom eftir dúk og disk. En það bréf innihélt svoleiðis súr-
deig, sem eg helst vildi leiða hjá mér að svara, því að góðsvar
getur það ekki orðið3.
„Átti að vera straff fyrir mig vegna kláðans"
Illskeyttasta deilumál 19. aldar spratt af fjárkláðanum og þangað má
leita frekari upptaka að misklíð þeirra nafna. Báðir hlutu að hafa mikil
áhrif varðandi þá deilu. Jón ritstjóri sökum þess að hann réð fyrir
öflugasta blaðinu, er þá kom út hér á landi, og Jón forseti sem stjórn-
skipaður erindreki vegna málsins. Jón ritstjóri kaus að fara bil beggja,
beita bæði lækningum og niðurskurði, en nafni hans mátti ekki heyra
annað nefnt en Iækningu. Jóni ritstjóra þótti nafni sinn fara aftan að
siðunum með því að gerast erindreki stjórnar, sem þeir höfðu háð
harða glímu við, ennfremur fann hann að því við forseta að fylgja
ekki samþykktum alþingis varðandi kláðadeiluna. Djarft þótti af Jóni
Sigurðssyni að taka að sér að ferðast um landið með dönskum dýra-
lækni og boða lækningu fjárkláðans, þegar haft var í huga hve grimm
andstaða var víða gegn þeirri meðferð. Galt hann þess m.a. þegar
2 JS 141b fol.: (Bréf Jóns Guðmundssonar til Jóns Sigurðssonar 24. maí 1856).
3 JS 141b fol.: (Bréf Jóns Guðmundssonar til Jóns Sigurðssonar 1. mars 1856).