Saga - 1992, Page 202
200
LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
málinu."6 Seinna, þegar kláðinn var enn á ferð og ritstjórinn hafði far-
ið norður í land, þótti forseta ástæða til að víkja þannig að nafna
sínum:
Eg heyri sagt og það af Grími [Thomsen], sem er nú líka niður-
skurðarmaður og hefir verið að stika þetta pólitíska djúp í Jóni
í sumar, að Norðlendingar hafi á norðurferð hans fengið hann
til að lofa sér að stuðla til niðurskurðar - annars segi þeir upp
Pjóðólfi! Og það er víst, að Norðl[endingar] kannast við allt
saman, þar sem þeir þykjast vænta, að eins og J[ón] G[uð-
mundsson] hafi verið tvisvar lækningamaður, eins muni hann
tvisvar verða niðurskurðarmaður.7
En þó eitthvað kunni að hafa setið í þeim nöfnum vegna kláðadeil-
unnar jafnaðist það þó ekki á við það sem síðar kom uppá.
Eftirminnilegasti sigur forseta
Fyrir alþing 1865 kom stjórnarfrumvarp um fjárhagsmálið. Peir nafn-
ar urðu forsetar þingsins. Kosin var sjö manna nefnd til að fjalla um
frumvarpið og höfðu fjórir þeirra fylgt Jóni Sigurðssyni fast í þjóð-
frelsismálum, en þeir voru: Jón ritstjóri, séra Halldór Jónsson á Hofi,
Jón Sigurðsson á Gautlöndum og Ásgeir Einarsson á Þingeyrum. En
auk þeirra voru í nefndinni: Bergur Thorberg amtmaður, sem var for-
maður, séra Arnljótur Ólafsson á Bægisá, ritari, og Benedikt Sveins-
son yfirdómari.
Jafnframt sem nefndin átti að fjalla um fjárhagsmálið bar henni að
láta í ljós álit sitt á stjórnarbótarmálinu. Hún var í öndverðu sammála
um að frumvarpinu um fjárhagsmálið skyldi ekki hafnað. Samkvæmt
því ætti fast árstillag að verða 42000 rd. Ágreiningur var í nefndinni
um árstillagið. Jónsmenn, eða fjórmenningarnir, stungu upp á 60000
rd. í 12 ár, en síðan ekki minna en 50000 rd. á ári. Minnihlutinn lagði
til að tillagið yrði 50000 rd. á ári í 12 ár, en síðan ekki minna en 37500
rd. á ári. Að því er kom til álita um stjórnarbótarmálið var nefndin
heldur ekki einhuga. Meirihlutinn vildi að beðið væri um að það yrði
svo fljótt sem unnt væri lagt fyrir þjóðfund, en Bergur og Jón ritstjóri
6 JS 141b fol.: (Bréf Jóns Guömundssonar til Jóns Sigurðssonar 19. júní 1866).
7 Bréf JS 1933, bls. 81 (til Eiríks Magnússonar 18. nóvember 1866).