Saga - 1992, Page 203
MISKLÍÐ MILLI VINA
201
að málið kæmi fyrir þing hér á landi, eins og það var orðað. Jón Sig-
urðsson taldi óráðlegt að samþykkja frumvarpið eitt og sér, það ætti
að fylgja stjórnarbótarmálinu, því að fjárkröfuheimtin myndi stuðla
að lausn þess. Af þeim sökum væri formhlið frumvarpsins óheppileg,
þótt efni þess væri að sumu leyti aðgengilegt.
Þar sem fjölmenn þingnefnd var einhuga um að hafna ekki fjár-
hagsfrumvarpinu mátti telja tvísýnt hvernig fara myndi við lokaat-
kvæðagreiðslu. Ekki var ljóst fyrr en álit nefndarinnar kom til undir-
búningsumræðu hver afstaða Jóns Sigurðssonar yrði, en þá brá hann
til þess, sem var óvanalegt, að flytja langar ræður úr forsetastól. En að
öðru leyti gætti mest í fyrirsvari fyrir stefnu hans í málinu Eiríks
Kúlds, varaþingmanns Barðstrendinga, og Halldórs Kr. Friðriksson-
ar, sem þá var konungkjörinn. Umræður urðu einhverjar þær lengstu
á hinu ráðgefandi þingi. Jón ritstjóri lagði áherslu á að mikið væri
í húfi ef hinu danska tilboði væri hafnað, svo fremi sem árgjaldið
væri hækkað að mun. Með því að samþykkja frumvarpið með viðun-
andi breytingum taldi Jón ritstjóri að opnaðist leið til þess að öðlast
stjórnarbót, er menn gætu orðið ásáttir með. Undir lokin birtist Eirík-
ur Kúld með tillögur í fjórum liðum, þar sem frumvarpinu var fyrst og
fremst vísað frá og hlutu þær samþykki 14 alþingismanna gegn 11.
Og hefur sá sigur Jóns forseta löngum verið talinn einna eftirminni-
legastur á þingmannsferli hans.
Aðrir liðir tillagnanna fólust í: Að tekið væri með þökkum, þrátt
fyrir frávísunina, tilboði um algert fjárforræði handa alþingi. - Að
alþingi beiðist í álitsskjali sínu að tillagið til íslands verði eigi sett
tegra en 80-90000 rd. fast árgjald. - Að alþingi beiddist að þjóðfund-
ur verði kvaddur saman og fyrir hann lagt samfellt frumvarp að al-
gerðri stjórnskipan.8
Við atkvæðagreiðsluna kom í ljós, að Ásgeir hafði alfarið yfirgefið
samnefndarmenn sína og gengið til liðs við forseta. Halldór á Hofi
fylgdi öllum breytingartillögunum nema frávísunartillögunni. Jón rit-
stjóri hvikaði hins vegar í engu frá tillögum sínum í nefndinni, og
varð sá viðskilnaður með þeim nöfnum til þeirrar misklíðar, sem
löngum loddi við þá upp frá því. Aftur á móti kom aldrei til vinslita
milli þeirra, en erfitt áttu þeir með að koma sér hjá að hnotabítast, svo
sem ljóst má verða af því, sem hér fer á eftir.
8 Alþingistíðindi 1865 II, bls. 500-506.