Saga - 1992, Side 204
202
LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
„Pessi ágreiningur verði eigi hatur
og varúðarmál milli okkar"
Fyrstu varðveittu tíðindi frá Jóni Sigurðssyni eftir alþing 1865:
Var ekki gróið um heilt með hinum menntuðu mönnum, og
lakast var að Jón Guðmundsson var nú ekki sem fastastur á
fótum, hvað sem til kom. En það er annars ekki gaman fyrir
fátæka menn, sem eru að voka yfir - og verða að voka yfir -
embættum eða hlynnindum að fylgja eindregið minni skoðun,
sem er stjórninni ógeðfelld.9
Jón lætur oftar liggja að því sama um nafna sinn. Seint á ári 1865 og
fram eftir ári 1866 skrifaði Jón ritstjóri nokkrar greinar í Pjóðólf um fjár-
hagsmálið og meðferð þess á alþingi.10 En þegar hann heilsar nafna
sínum bréflega eftir þingið farast honum svo orð:
Eg get ekki orðið búinn með þetta blessað raus mitt um fjár-
hagsmálið; eg þarf ekki að spyrja þig að því, hvernig þér líki,
en eg get nú ekki haft það öðruvísi, og mig huggar þó ævin-
lega að ekki er það sannara eða mergjaðra, sem kemur fram í
ræðum aðalforsvarsmanna meiri hlutans, Eiríks prests og
Halldórs, heldur en þetta hjá mér. Eg sannarlega vorkenni þér
að slíkar ræður og ekki dultið skárri, skuli vera þær einu frá
þingbekkjunum, sem atkvæði meiri hlutans á að styðjast við
eftir því sem séð verður af þingtíðindunum . . ,n
Jón forseti vill ekki hreyfa sig með að skrifa um fjárhagsmálið fyrr en
hann sér fyrir endann á hinum miklu skrifum nafna síns:
Eg hugsaði ekki veitti af að fara dálítið út í fjárhagsmálið, en
Jón Guðmundsson er ekki búinn enn, og eg vildi helst sjá a
honum dindilinn, svo eg geti séð hver endi þar á verði. Mér
dettur nú ekki í hug að kjósa orð úr fólki, en eg hefði samt
hugsað að Jón Guðmjundsson] mundi gæta sín við því, sem
getur skemmt mál okkar töluvert. Það getur þó varla verið, að
hann sjái eftir því þó við hefðum nokkuð til hlítar uppur
Dönum, en hvernig fer hann þá að gefa þeim svo undir fótinn,
að þeir geta átt nokkra von á að við munum ganga að öðrurn
9 Bréf JS 1911, bls. 394 (til Konráðs Maurers 18. nóvember 1865).
10 Pjóðólfur 2. september 1865, 13. og 25. janúar, 28. febrúar, 19. mars, 23. apríl, 30.
júní og 11. ágúst 1866.
11 JS 141b fol.: (Bréf Jóns Guðmundssonar til Jóns Sigurðssonar 23. mars 1866).