Saga - 1992, Page 205
MISKLÍÐ MILLI VINA
203
eins tilboðum og gerð voru í sumar. Að byrla þeim það inn,
það er að draga málið, því það er varla líklegt að slík tilboð yrði
nokkru sinni samþykkt.12
Meðan greinabálkur Jóns ritstjóra var enn á döfinni, fékk forseti þessa
kveðju frá honum:
Þó að fjárskilnaðargreinin sé ekki öll hjá mér enn þá, getur þú
samt lesið þér til aðalinntak 3. kaflans „afdrif málsins á
alþingi". Þér mislíkar sjálfsagt seinni parturinn um þig, þér
mun finnast að eg hafi þar „nartað í þig með smásmugulegri
kritik". En það vildi eg þó ekki hafa gjört. En atkvæði meiri
hlutans stendur og fellur með holdbarheden [endingunni] í
þeirri stefnu, sem þú gafst málinu, og því gat eg með engu
móti komist hjá að kritisera hana. Eg er þér alveg samdóma í
þessu, sem þú segir þarna í seinasta bréfinu „að vera gallharð-
ir og einbeittir að heimta peninga og réttindi, undirbúnir að slá
af peningum móti réttindum . . .
Eg treystiaðþú gætir þess sjálfur nú sem fyrri er okkur hefurgreint
lítið á, sem þú varaðir við í haust, að þessi ágreiningur verði eigi hat-
ur eða varúðarmál milli okkar tveggja, og að þú gjörir mér að minnsta
kosti eigi rangt til í þessu . . .13
„Búinn . . . að rasa út á móti mér í Norðanfara"
Enn víkur forseti að nafna sínum:
Sumir eru að segja, að stjórnin hugsi sér að leggja alveg
óbreytt sama frumvarp fyrir næsta þing, og ef svo verður þá
eigum við það uppá Jón Guðmundsson, því hans slúður er svo
útlagt, að hann hafi mikinn flokk bak við sig og sá flokkur
muni sigra á næsta þingi; en ef svo fer, þá er peningakrafa okk-
ar töpuð að mestu leyti, og stjórnarmálið allt eftir óunnið, svo
þá geta Danir hagað því einsog þeir vilja, nema við viljum ekk-
ert hafa.14
12 Bréf JS 1911, bls. 409 (til Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum 21. ágúst 1866).
13 JS 141bfol.: (Bréf Jóns Guðmundssonar til Jóns Sigurðssonar 19. júní 1866).-Let-
nrbreyting er höfundar.
14 Bréf JS 1911, bls. 413 (til Sigurðar Gunnarssonar á Hallormsstað 13. september
1866).