Saga - 1992, Page 207
MISKLÍÐ MILLI VINA
205
eða forseti. En á þinginu 1867 fór svo, þegar kosinn var varaforseti, að
Jón fékk fimm atkvæði en Pétur Pétursson biskup 17. Jón Guðmunds-
son kenndi nafna sínum um að svo fór:
Þú segist ekki hafa rætt við stiftamtmann um varaforseta kosn-
inguna 1867, en að „sumir" hafi verið óánægðir út af aðferð
minni 1865 og fylgi mínu við Berg, bravo! Mikið fjandi getur
það setið fast í þér, sem þú einu sinni ert búinn að láta prenta,
þó það sé haugalygi - eins og þetta, að ég hafi verið í minni
hlutanum með þeim Bergi, Benedikt Sveinssyni og Arnljóti í
fjárhagsmálinu 1865 „og skriðið svo í flokk með þeim, sem
vilja með öllu móti ónýta eða traðka voran þjóðlegan málstað."
- Eg get ef til vill sannað stund og stað, þegar þið Hilmar Fin-
sen rædduð um varaforsetakosninguna 1867 í mestu vinsemd
- og þessir „sumir" af mínum fylgisflokki mundu síst hafa ver-
ið í þá áttina eða leyft sér það hefðir þú, höfðingi þeirra, látið
á þér merkja hið gangstæða.18
„J.S. hafi með þessari aðferð misbeitt sínu forsetavaldi . . .“
Jón Guðmundsson var kosinn í nefnd til að fjalla um stjórnskipunar-
frumvarpið 1867 og varð þar formaður. Nefndin var samstiga að öðru
leyti en því, að Jón ritstjóri vildi ekki setja ákveðið fjártillag að skilyrði
fyrir samþykki alþingis, heldur yrði nægjanlegt að nefna það í ástæð-
um álitsskjals alþingis. Varð þetta til þess að ritstjórinn sagði af sér
formennsku í nefndinni. Og undir lok þingsins bar annað til, sem olli
blaðadeilu milli nafnanna.19
Þegar ályktunarumræðu stjórnskipunarmálsins var lokið fól Jón
Sigurðsson nafna sínum að semja álitsskjalið til konungs í því máli.
Jón ritstjóri tók því vel, en taldi nauðsynlegt að semja það frá stofni,
og féllst forseti á það. Ritstjórinn bjóst við að fá álitsskjalið til undir-
skriftar ásamt forseta, áður en það yrði prentað. En þegar það birtist
úr prentsmiðjunni kom í ljós, að Halldór Kr. Friðriksson, ritari nefnd-
arinnar, hafði undirskrifað skjalið ásamt forseta. Þar sem Halldór átti
ekki staf í því varð ritstjórinn mjög ósáttur við nafna sinn og sagði:
18 Þjskjs. E 10. 7. (Bréf Jóns Guðmundssonar til Jóns Sigurðssonar 31. júlí 1871).
19 Þjóðólfur 22. október og 13. nóvember 1867.