Saga - 1992, Page 208
206
LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
Aðferð þessi, er forseti hefur hér beitt og það á laun bæði við
þingið og mig sem höfund álitsskjalsins, verð ég að álíta og
lýsa alveg „heimildarlausa", „í móti bæði laganna" og „gagn-
stæða góðri reglu". Ég lýsi því yfir að herra J.S. hafi með þess-
ari aðferð misbeitt sínu forsetavaldi og brotið þar með lög á
þinginu og á mér sem þingmanni; á þinginu með því að svipta
það því eftirliti með óyggjandi áreiðanlegri útgáfu álitsskjala
þess, sem einmitt er fólgin í lagaákvörðuninni um undirskrift
höfundarins með forseta, en á mér með því að ræna mig, og
það á móti vilja mínum og vitund, þeim sjálfsagða lagarétti,
sem ég, er skjalið hafði samið eftir fyrirlagi forseta, einn hafði
[rétt] til að undirrita það með forseta.20
Jón forseti hafði orðið fyrir svipuðu á alþingi 1847 og nafni hans 1867
og þótti það þá ámælisvert.21 Pað verður líka að teljast að hafi verið af
hálfu forseta gagnvart nafna hans.
Pótt misklíð Jónanna minnkaði ekki nema síður væri, var forseta
umhugað um, að Jón ritstjóri yrði ekki alveg viðskila við fyrri
flokksmenn, og til þess að koma í veg fyrir það beitti hann Halldóri
Kr. Friðrikssyni fyrir sig:
Gætir þú fengið Jón Guðm[undsson] alveg á okkar mál þá væri
vert að hafa hann og álíta hann sem læknaðan af sínum póli-
tíska kláða, en þú mátt víst skoða vel á honum lagðinn, og það
er víst heldur ekki vert að sleppa honum strax í hópinn, held-
ur hafa hann einan sér undir tilbærilegri umsjón og heima-
vöktun. Þú mátt sjálfur sitja í gluggatóftinni eins og Arinbjörn
[hersir] til þess að passa upp á að engar illar svölur kvaki og
gjöri okkur bölvun.22
„Hann hefur gjört nokkuð til að verðskulda það ..."
Veturinn 1868-69 dvaldist Jón ritstjóri í Kaupmannahöfn og hafa þeir
nafnar þá jafnað stjórnmálaágreining sinn, að minnsta kosti í bili, en
misklíð þeirra var einungis þess eðlis.
20 Þjóðólfur 22. október 1867, bls. 187.
21 Ný félagsrit VIII, bls. 182 (Jón Sigurðsson: Útvalin saga frá alþingi).
22 Bréf JS 1911, bls. 458 (til Halldórs Kr. Friðrikssonar 26. desember 1868).