Saga - 1992, Page 210
208
LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
þú vilt að eg slái mér að? Er það þetta að vera að biðja um það
í hverjum bænarskrárbleðli frá þingi og þjóð að lögbundin
stjórn hins lögbundna Danakonungs „veiti okkur eða viður-
kenni að vér höfum samkomulags- eða samþykktaratkvæði í
stjórnarmálinu"? Eða er það hitt, að eg eigi að slá mér í ykkar
flokk til þess - ekki að mótmæla, þegar annað eins lagaleysi er
boðið oss eins og 1869 . . .
Nei, það er ekki að nefna að eg slái mér að þessari pólitík, að
þessleiðis aðferð. Pú hefur líka opinberlega lagt mér það til
lasts, eins og fleira, að eg haldi svo fast við þær grundvallar-
skoðanir, sem eg hafi aðhyllst á þjóðfundinum, og það verð eg
að þola því það er satt og bera létt, þó að eg þá og síðar „hafi
mætt misjöfnu fyrir". En þessi „mín fyrri stefna" er mín stefna
enn í dag, eins og þú barst mér á brýn 1867, og hún er það ein-
mitt og hennar conseqvenser [afleiðingar], sem gjöra ómögu-
lega samvinnu fyrir mig með þeim, sem fara í alveg gagnstæða
stefnu í réttri raun, og þegar þeir hinir sömu menn hafa þá í til-
bót akneytast bæði við mér sjálfum og þessari minni stefnu og
fordæmt hana opinberlega og útskúfað mér fyrir hennar sakir.
En eg er samt ekki nærri eins „mæðilegur" og „þungbúinn" út
af þessu og þér finnst. En hvað Pjóðólf viðvíkur, þá er óvíst
hver annan grefur, hann mig eða eg hann.25
„Merkilegt með þetta bölvað myndaþref"
Það var fleira sem nöfnunum gat borið í milli en stjórnmál. Árið 1866
féllst forseti á boð vina sinna, þar á meðal Jóns Guðmundssonar, að
máluð yrði mynd af honum.26 En það komst ekki í verk fyrr en 1868.
Var ætlunin að myndin yrði hengd upp í þingsalnum í Lærða skólan-
um. En á því var fyrirstaða frá forseta, sem sjá má á þessum orðum
ritstjórans:
Ef þú ert ófáanlegur að vilja leyfa okkur löndum þínum að
hengja olíumynd þína upp í alþingissalinn nú þegar, þá verð
eg að biðja þig og einkum þína góðu konu að lofa henni að
25 Þjskjs. E 10. 7. (Bréf Jóns Guðmundssonar til Jóns Sigurðssonar 3. desember 1870).
26 Bréf JS 1911, bls. 403 (til Jóns Guðmundssonar 28. febrúar 1866).